Gauti Páll efstur á Þriðjudagsmóti20 manns mættu til leiks á Þriðjudagsmótið þann 24. maí síðastliðinn, nokkuð góð ársumarsmæting í góðu veðri! Efstur með 4.5 vinning af 5 varð Gauti Páll Jónsson, sem leyfði aðeins eitt jafntefli, gegn Guðna Stefáni Péturssyni. Helgi Hauksson og Kristófer Orri Guðmundsson fengu fjóra vinninga. Nú var það Helgi sem fékk árangursverðaunin, með árangur um 400 stigum yfir sínum eigin og tapaði einungis einni skák, gegn sigurvegara mótsins. Fær hann inneign í Skákbúðina fyrir það, ásamt Gauta. Nokkuð var um stigastökk: Helgi hækkar um 45 atskákstig, Hjálmar Sigurvaldason um 33 og Kristófer Orri um 28.

Stöðu og úrslit mótsins má nálgast á chess-results.

Nú er eitt mót eftir í maímánuði, 31. maí. Síðan tekur við Sumardagskráin, þar sem teflt er annað hvert þriðjudagskvöld í júní, júlí og ágúst. Venju samkvæmt hefjast mótin stundvíslega klukkan 19:30.