Vignir og Hjörvar efstir á Meistaramóti Truxva!Meistaramót Truxva var haldið í sjötta sinn miðvikudagskvöldið 1. júní síðastliðinn. Fyrir áhugasama stendur TRUXVI fyrir TR u 16, semsagt, ungmenni í TR. Þau mættu að sjálfsögðu þónokkur til leiks, ásamt öðrum skákmönnum af öllum stærðum og gerðum. Þrír skákmenn voru í nokkrum sérflokki í mótinu, sem kom kannski ekki á óvart. Þetta voru þeir Hjörvar Steinn Grétarsson, stórmeistari og Íslandsmeistari, og alþjóðlegu meistararnir Vignir Vatnar Stefánsson og Arnar E. Gunnarsson. Svo fór að Vignir Vatnar og Hjörvar fengu 9.5 og vinning í 1.-2. sæti, og Arnar einn í þriðja sæti með 9 vinninga. Tveir vinningar voru í næstu menn. Lukkudísirnar voru stundum í liði með Vigni í þessu móti en þá má ekki gleyma því að heppnin fylgir þeim sterku! Vignir varð fyrir ofan Hjörvar vegna innbyrðis úrslita þeirra, og fær því aðeins rýmri skerf af verðlaunafénu, sem skipt var eftir Hort kerfi.

Efsti TRUXVINN varð Adam Omarsson með 5.5 vinning, jafn öðrum Truxva, Benedikt Þórissyni, en hærri á oddastigum. Efstur undir 2000 stigum varð úkraínski Íslendingurinn Alexandr Domalchuk-Jonasson en hann hlaut 7 vinninga, jafn marga og skipuleggjandi mótsins, Gauti Páll Jónsson.

Hægt er að nálgast öll úrslit á chess-results.

Sigurvegarar og pistlar fyrri móta:

truxvi1truxvi3truxvi2