Vignir Vatnar efstur á spennandi Truxvamóti!Nýjasti alþjóðlegi meistari Íslands, Vignir Vatnar Stefánsson, sýndi mátt sinn er hann sigraði á Meistaramóti Truxva 2021 með 9.5 vinning af 11. Mótið fór fram þann 31. maí síðastliðinn. Þetta er fimmta sinn sem mótið er haldið, en það er sannkallað uppskerumót Truxva (TR u16 ára). Fyrst um sinn var sterkum skákmönnum sérstaklega boðið til leiks en nú er mótið öllum opið, og titilhafarnir láta sig ekki vanta á þessu glæsilega hraðskákmóti sem hefur fest sig í sessi sem eitt hið sterkasta og fjölmennasta á mótadagskrá TR ár hvert.

Næstir í röðinni, með 8.5 vinning, urðu þeir Guðmundur Kjartansson, Dagur Ragnarsson og Ingvar Þór Jóhannesson. Ingvar var bókstaflega neðstur á stigum eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni. 39 skákmenn mættu til leiks og tefldu undir traustri skákstjórn Kjartans Maack.

Mótið er vanalega í kringum lok maí og byrjun júní, en jafnan er lítið í gangi í Taflfélaginu yfir hásumarið. Nú er það breyting á, og því um að gera að auglýsa hér Sumardagskrá TR og Sumarmótaröð TR, SÍ og Miðbæjarskákar.

Öll úrslit mótsins og stöðu má nálgast á chess-results.

truxvi2 truxvi3 truxvi4 truxvi5 truxvi6