Davíð Kjartansson efstur á Meistaramóti TruxvaAlþjólegi meistarinn Davíð Kjartansson stóð uppi sem sigurvegari á Meistaramóti Truxva 2020 með 12 vinninga af 13. Mótið var haldið á chess.com með “súperblitz” fyrirkomulagi, þrjár mínútur á mann. Ég meina, viðurkennið það bara skákmenn, þegar þið teflið á netinu teflið þið alltaf 3/0 en ekki 3/2 eins og á “alvöru mótunum”. Það er líka bara allt í góðu lagi að halda þannig mót líka, en vilji menn einblína á að bæta sig, mælir blekdreifari með viðbótartímanum! Annar í mótinu varð Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson, og sigurvegari Truxvamótsins 2018, með 11.5 vinning. Þriðji varð svo skipuleggjandi mótsins, Gauti Páll Jónsson, með 9. vinninga. 33 skákmenn tóku þátt í mótinu. Efsti Truxvinn (TR-ingur 16 ára eða yngri) var Sölvi Guðmundsson með 6.5 vinning, hálfum vinningi fyrir ofan næstu Truxva. Mótið tókst vel til, og er á dagskrá 2021, vonandi í raunheimum, annan í hvítasunnu, þann 24. maí. Hér má nálgast úrslit mótsins.