Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Róbert Lagerman hlutskarpastur á Stórmóti Árbæjarsafns og TR

SigurvStormotÁbs

Árlegt Stórmót Árbæjarsafns og TR fór fram síðastliðinn sunnudag. Að þessu sinni var mótið tveimur vikum síðar en vanalega en það kom til af því að Árbæjarsafn hélt upp á 65 ára afmæli sitt helgina sem mótið er að öllu jöfnu. Þetta hafði tvenns konar afleiðingar: Mótið var nú ekki upphafið að vetrarstarfsemi TR og skákmótum á Íslandi að hausti ...

Lesa meira »

Dagskrá Þriðjudagsmóta í haust

rvkmotgrsksv-620x330

Dagskrá Þriðjudagsmóta TR fram að áramótum verður svona: September  6. september, 13. september, 20. september, 27. september. Október  4. október, 11. október, 18. október, 25. október Nóvember 1. nóvember, 15. nóvember, 22. nóvember.   Þriðjudaginn 8. nóvember fellur niður mót vegna Atskákkeppni Taflfélaga. Þriðjudaginn 29. nóvember fellur niður mót vegna Atskákmóts Reykjavíkur. Desember  13. desember, 20. desember. Þriðjudaginn 6. desember ...

Lesa meira »

TEMPRA sigraði á Borgarskákmótinu

IMG_1642

TEMPRA sigraði á Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum. Borgarskákmótið er haldið í tengslum við afmælisdag Reykjavíkurborgar og Menningarnótt. Vignir Vatnar Stefánsson tefldi fyrir TEMPRU og vann með fullu húsi, hlaut hann 7 vinn. af 7 mögulegum. Gæðabakstur varð í öðru sæti með 6 vinn. en Arnar Gunnarsson tefldi fyrir Gæðabakstur. Efling, stéttarféla varð þriðja með 5½ ...

Lesa meira »

Gauti Páll og Kjartan Maack efstir á Þriðjudagsmóti

Gauti Páll

Mótsstjórinn Gauti Páll Jónsson, og fyrrum formaður TR Kjartan Maack, urðu efstir og jafnir á þriðjudagsmótinu þann 23. ágúst með 4.5 vinning af 5 eftir innbyrðis jafntefli í lokaumferðinni. Gauti Páll varð aðeins hærri á oddastigum þótt það munaði ekki miklu. Lokaskákin var spennandi og Gauti rétt slapp með fráskák í erfiðri vörn. 24 skákmenn mættu til leiks að þessu ...

Lesa meira »

Gamla kempan Sigurður Freyr efstur á þriðjudagsmóti

sigurdurfreyr

Gamla kempan, Sigurður Freyr Jónatansson, gerði sér lítið fyrir og sigraði á þriðjudagsmóti T.R. – ágúst #3, 16. ágúst sl.. Hlaut hann 4½ vinning af 5 mögulegum og leyfði aðeins eitt jafntefli, gegn Mohammedhossein Gashemi, sem kemur frá Íran og hefur verið að mæta á æfingar undanfarið.  Héðinn Briem lág í valnum gegn Sigurði í síðustu umferðinni þar sem Sigurður ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og TR haldið sunnudaginn 28. ágúst klukkan 14

Arbæjarsafnsmotid_2015

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 28. ágúst. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl.14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Mótið verður ...

Lesa meira »

Borgarskákmótið haldið fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 15

radhus

Borgarskákmótið fer fram fimmtudaginn 18. ágúst, og hefst það kl. 15:00. Líkt og undanfarin ár fer mótið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur Taflfélag Reykjavíkur að mótinu. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik (4+2). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er öllum opið. Þátttaka er ókeypis. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst í ...

Lesa meira »

Dagskrá Þriðjudagsmóta TR í sumar

rvkmotgrsksv-620x330

Í júní og júlí verða Þriðjudagsmótin aðra hvora viku. Dagskráin: júní, 21. júní júlí, 19. júlí …og síðan vikulega frá og með ágúst Almennar upplýsingar um mótin: Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmótin vikulega í ágúst

rvkmotgrsksv-620x330

Vegna góðrar aðsóknar verða Þriðjudagsmót TR vikuleg í ágústmánuði, ekki hálfsmánaðarlega eins og auglýst hefur verið. Stjórn TR

Lesa meira »

Og enn sigrar Kristófer Orri á Þriðjudagsmóti

KoG nr 4 skorin

Kristófer Orri Guðmundsson stefnir ekki bara að Þriðjudagsmótaþrennu, heldur lítur út fyrir að hann verði ótvíræður Sumarþriðjudagsmeistari 2022! Það kemur væntanlega í ljós eftr verslunarmannahelgina. Aftur var mæting með ágætum og mörg ný og gömul andlit sáust, auk þess sem tveir Íranir ljáðu mótinu alþjóðlegt yfirbragð. Í öðru sæti varð Aðalsteinn Thorarensen í harðri baráttu við Arnar Inga Njarðarson en ...

Lesa meira »

Kristófer Orri með fult hús á vel sóttu Sumar-Þriðjudagsmóti!

Kristófer að tafli í KR. Myndina tók Rúnar Sigurðsson.

Kristófer Orri Guðmundsson hlaut fullt hús vinninga á Þriðjudagsmótinu þann 5. júlí síðastliðinn. Kristófer hefur verið afar sigursæll á Þriðjudagsmótunum í vetur, en hann einbeitir sér að því að vinna menn yfir 2000 stigum. Reyndar einbeitir hann sér svo vel að því að innan skamms verður hann eflaust í þeim hópi! Í öðru til þriðja sæti með fjóra vinninga urðu ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson efstur á Viðeyjarmótinu

292302452_578395360668392_1239073001145965107_n-300x269

  Stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson varð efstur á Viðeyjarmótinu sem fram fór í Viðey sl. laugardag. Hlaut hann 8 vinninga af 9 mögulegum. Tapaði einni skák gegn Gauta Páli Jónssyni sem varð jafn Guðna Stefáni Péturssyni í 2-3. sæti með 7 vinninga. Það gustaði lítillega á þá 23 keppendur sem lögðu leið sína út í Viðey en þátttakan var heldur lakari ...

Lesa meira »

Ljósmyndir frá starfsemi TR 1975-1987

ingi.r

Verið er að skanna inn ljósmyndir úr safni TR. Áhugasamir félagsmenn ásamt öðrum velunnurum félagsins hafa tekið þátt í verkefninu undanfarnar vikur. Albúmin spanna tímabilið 1975-1987. Ólafur H. Ólafsson, fyrrum formaður og stjórnarmaður í TR til marga ára, sá um að taka myndirnar og ganga frá þeim í vel merkt albúm. Einnig eru myndir skráðar undir “lausar myndir” og “lítil ...

Lesa meira »

Viðeyjarmótið á laugardaginn, skráning hafin!

videyjarstofa

Taflfélag Reykjavíkur heldur skákmót í Viðeyjarstofu í samstarfi við Eldingu og Borgarsögusafn laugardaginn 9. júlí kl. 13. Mótið er opið öllum áhugasömum og þátttaka ókeypis en greiða þarf í ferjuna. Þetta verður annað sinn sem mótið verður haldið. Í fyrra urðu Davíð Kjartansson og Ingvar þór Jóhannesson efstir. Frétt mótsins í fyrra   Tefldar verða 9. umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 ...

Lesa meira »

Aðalfundur TR. var haldinn í kvöld

20180909_150243

Aðalfundur T.R. fór fram í kvöld. Fundurinn var stuttur og átakalítill. Ríkharður Sveinsson var endurkjörinn formaður til eins árs. Með honum í stjórn eru: Gauti Páll Jónsson, Una Strand Viðarsdóttir, Magnús Kristinsson, Jon Olav Fivelstad, Omar Salama og Daði Ómarsson. Varastjórn skipa: Eiríkur Björnsson, Torfi Leósson, Guðlaugur Gauti Þorgilsson og Þorsteinn Magnússon. Guðlaugur Gauti og Þorsteinn koma nýir inn í ...

Lesa meira »

Aðalfundur T.R. 2022 haldinn í kvöld

logo-2

Aðalfundur T.R. 2022 verður haldinn miðvikudaginn 29. júní og hefst hann kl. 20.00. Dagsrká: Almenn aðalfundarstörf Önnur mál Dagskrá fundarins er tiltekin í lögum félagsins: https://taflfelag.is/log/   Stjórn T.R.

Lesa meira »

Ólafur Thorsson með öruggan sigur á Þriðjudagsmóti

ÓlThorsson 3 sk

Enginn stóð í vegi fyrir Ólafi Thorssyni síðastliðinn þriðjudag; hann tryggði sér fyrsta sætið með fullu húsi og virtist aldrei vera í nokkurri hættu í sínum skákum. Enda var hann búinn undir að mæta enn sterkari andstæðingi en Timur Gareyev (2592) mætti á svæðið. Hann  hafði þó varið nokkrum klukkutímum við tölvuna um daginn við útskýringar á skákum Áskorendamótsins og ...

Lesa meira »

Ingvar Þór með fullt hús á Þriðjudagsmóti!

ingvartj

Fide meistarinn frækni Ingvar Þór Jóhannesson landaði öruggum sigri á Þriðjudagsmótinu þann 7. júní síðastliðinn. Ekki nóg með það, heldur hækkaði hann um heil 0,6 stig fyrir árangurinn! Eins og sést á Twitter er Ingvar sprúðlandi ánægður með árangurinn! Góður undirbúningur fyrir liðsstjórn á Ólympíumótinu! Ásamt Ingvari, fær Brynjar Bjarkason verðlaunin frá Skákbúðinni. Brynjar, sem er með 1569 stig, var með árangur ...

Lesa meira »

Eiríkur með afar nauman sigur á Þriðjudagsmóti

SONY DSC

Tveir urðu efstir og jafnir að vinningum á Þriðjudagsmótinu í síðustu viku og það gerðist einfaldlega þannig að þeir gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign á 4. og næstsíðustu umferð en unnu aðra andstæðinga. Þegar upp var staðið taldist Eiríkur sigurvegari á 1 Bucholz stigi en Kristófer Orri Guðmundsson fór hins vegar heim með verðlaun fyrir besta árangur á frammistöðustigum. Þetta ...

Lesa meira »

Ingvar Wu fer himinskautum á skákmótum!

ingvarwu

Ingvar Wu Skarphéðinsson hefur átt góða spretti við skákborðið undanfarið. Ingvar er þrettán ára og æfir hjá TR og tekur einnig virkan þátt í öllu mótahaldi. Ingvar vann Meistaramót Skákskóla Ísland í U2000 flokki helgina 20.-22. maí. Ingvar hlaut 5.5 vinnig af 6. Umfjöllun um Meistaramót Skákskólans. Ingvar varð einn Landsmótsmeistari í eldri flokki helgina 27.-29. maí. Þar hlaut hann ...

Lesa meira »