Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Gauti og Adam efstir á Þriðjudagsmóti

GautiPogAdam_sk

Tveir urðu efstir og jafnir að vinningum á Þriðjudagsmótinu í síðustu viku en fóru ólíkar leiðir að því marki. Þannig tapaði Gauti Páll strax í 2. umferð fyrir „stigamannabananum“ Kristófer Orra Guðmundssyni en vann síðan afganginn. Adam Ómarsson fór hins vegar taplaus í gegnum mótið og sigldi skiptu efsta sæti í höfn með jafnteflum í tveimur síðustu umferðunum. Þannig báru ...

Lesa meira »

Dagskrá skákæfingar fullorðinna – Vor 2022

tr

Æfingar fyrir 16 ára og eldra halda áfram, og hefjast mánudaginn 17. janúar. Haldnir eru hálfsmánaðarlegir fyrirlestrar í hvorkum flokki. Annars vegar í flokki I annan hvern mánudag fyrir skákmenn á styrkleikanum ca. 1000-1600 elo-stig og hins vegar annan hvern fimmtudag í flokki II, hentugir fyrir skákmenn yfir 1600 stigum. Eftir um klukkutíma fyrirlestur er sett upp lítið hraðskákmót. Æfingarnar ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa V (2021-2022) Lokamót

BikarsyrpanBanner_generic

Bikarsyrpa V 2021-22 Næst komandi helgi (6-8 maí) fer fram næsta mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er síðasta mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2021-22. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur Faxfeni 12 Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að ...

Lesa meira »

Torfi Leósson sigurvegari á þriðjudagsmóti T.R.

torfi_helgiass

Torfi t.v. teflir hér við Helga Áss Grétarsson stórmeistara   Torfi Leósson sigraði á þriðjudagsmóti T.R. sem fram fór sl. þriðjudag 26.4. Vann hann alla andstæðinga sína fimm að tölu og sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum. Torfi er einn reynslumesti þjálfari T.R en hann kennir börnum mannganginn og fyrstu skrefiin í byrjendaflokki hjá T.R. Annar skákkennari varð annar ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga 2022 fer fram á miðvikudagskvöldið

logo-2

Hraðskákmót öðlinga 2022 fer fram nk. miðvikudag, 27. apríl, og hefst taflmennskan kl. 19.30. Mótið er opið fyrir alla 40 ára og eldri (f. 1982 og síðar). Tefldar verða 7 umferðir með 5+3 umhugsunartíma. Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem lauk s.l. miðvikudagskvöld. Þátttökugjald er kr. 1,000 fyrir þá sem tóku ekki þátt í ...

Lesa meira »

Eiríkur sigraði á Þriðjudagsmóti

SONY DSC

Rétt tæplega 20 skákmenn skeyttu ekkert um veðurblíðu (svona sæmilega miðað við veturinn) né Meistaradeild í fótbolta og settust að tafli í TR síðastliðinn þriðjudag. Að þessu sinni tók skákstjóri þátt eins og gjarnan er, þegar stendur á stöku, og vann allar skákirnar fimm. Svo bar við að upp kom sama vörnin í öllum umferðum hjá honum; Kóngsindversk vörn. Tvær ...

Lesa meira »

Markús Orri sigurvegari Bikarsyrpu IV

278003058_7954045174620907_802331115936757478_n

Helgina 25-27 mars fór fram fjórða mót Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur. Að þessu sinni voru 20 keppendur tilbúnir að tefla nokkrar kappskákir. Ekki var mikið um óvænt úrslit í byrjun mótsins og margar skákir sem kláruðust fyrr en þær hefðu átt að gera.  Mættu keppendur í sumum tilfellum nýta tímann sinn betur sem er samt aðeins vinsamleg athugasemd frá mótstjóra. Aftur ...

Lesa meira »

Stefán Bergsson Páskameistari TR 2022!

paskamot2022

Stefán Bergsson vann virkilega sannfærandi sigur á hinu fyrsta Páskaeggjamóti TR sem haldið var laugardaginn fyrir páska. 10 vinningar af 11 mögulegum, en tefldar voru hraðskákir með tímamörkunum 3+2. 20 skákmenn mættu til leiks, talsvert færri en oft áður á hraðskákmótum, en eins og gengur eru margir á faraldsfæti um páskana. Jafnir í 2.-3. sæti með 7.5 vinning urðu þeir ...

Lesa meira »

Páskahraðskákmót TR fer fram á morgun!

paskaegg

Nýtt mót á dagskrá, Páskahraðskákmót TR! Páskahraðskákmót TR fer fram laugardaginn 16. apríl klukkan 13:00. Tefldar verða 11. umferðir með tímamörkunum 3+2. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Þáttökugjöld: 1000 krónur, 500 krónur fyrir 17 ára og yngri og ókeypis fyrir 17 ára og yngri í TR og alla alþjóðlega- og stórmeistara. Skráning fer fram á netinu, en hægt er að skrá sig í ...

Lesa meira »

TR á Íslandsmóti Skákfélaga 2021-2022!

tra

Pistill TR á Íslandsmóti Skákfélaga vorið 2022! Úrvalsdeild TR var í toppbaráttunni fyrir seinni hlutann en margir höfðu þó spáð Garðbæingum sigri, með sterku blölduðu liði Íslendinga, og sænskra skákmanna í yngri kantinum. Það var samt margt sem átti eftir að breytast þegar kom að seinni hlutanum. Garðbæingar bættu við sig einum sterkum skákmanni, Víkingar mættu mun þéttari til leiks ...

Lesa meira »

Justin Sarkar með fullt hús á Þriðjudagsmóti

thridjudags_12.4.22

Bandaríski alþjóðlegi meistarinn Justin Sarkar vann sannfærandi sigur með fullu húsi á Þriðjudagsmótinu 12. apríl síðastliðinn. Fyr um daginn hafði galopna Reykjavíkurskákmótið klárast og fáeinir skákþyrstir kappar mættu til leiks nánast beint eftir lokahófið: Justin Sarkar, Vitaliy Garbuz, Raphael Kracht og Max Peter Bartetlt, en þeir þrír síðastnefndu eru þýskir skákmenn um tvítugt. Í bland við erlendu gestina tóku þátt ...

Lesa meira »

Toppbarátta titilhafa á Þriðjudagsmóti

20220405_222024 Sk

Þátttaka var aðeins minni á Þriðjudagsmóti síðustu viku en undanfarið, enda mikið í gangi í skáklífinu um þessar mundir. Fjöldinn er þó ekki allt og að þessu sinni var efri helmingur mótsins öllu sterkari en stundum áður. Ásamt nokkrum sigurvegurum mótanna í vetur mættu þeir Vignir Vatnar Stefánsson og Hilmir Freyr Heimisson galvaskir eftir (að því er virtist) vænan skammt ...

Lesa meira »

Öruggir Reykjavíkurmeistarar í móti með jöfnu kynjahlutfalli

unglrvk22_22

Kynjahlutföll voru jöfn í fyrsta sinn á Barna- og Unglingameistaramóti Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramóti Reykjavíkur og fer mótið í sögubækurnar fyrir vikið, en 15 tóku þátt í hvoru móti, sem fram fór í dag í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni. Krakkar á öllum aldri háðu orrustu á reitunum 64 og voru sérstaklega áberandi hópar krakka úr Taflfélagi Reykjavíkur og úr Skákdeild ...

Lesa meira »

Arnar Ingi efstur á Þriðjudagsmóti!

arnaringi

  Arnar Ingi Njarðarson kom sá og sigraði á Þriðjudagsmótinu 29. mars. En tæpt var það! Eftir mikinn hörkusigur í lokaumferðinni gegn Hjálmari Sigurvaldasyni þurfti hann að treysta á góð úrslit fyrir sig á borðunum í kring, og það gekk eftir. Jafntefli milli efstu manna á borðum eitt og tvö: Annars vegar í skák Ingvars Wu og Kristófers Orra, og ...

Lesa meira »

Friðrik Ólafsson með fyrirlestur á fimmtudag!

fridrikolafsson

Opið hús í TR, Faxafeni 12, fimmtudagskvöldið 31. mars klukkan 19:30. Þá heldur Friðrik Ólafsson fyrirlestur sinn á skákæfingum fullorðinna sem haldnar hafa verið frá því síðasta haust. Fyrirlestur Friðriks verður þó öllum opinn. Streymt verður frá fyrirlestrinum þannig að þeir sem komast ekki geta fylgst með á netinu. Hlekkur á streymið verður settur hér í fréttina, bæði á skak.is ...

Lesa meira »

Gauti Páll sigraði á fjömennasta Þriðjudagsmótinu hingað til

20220322_220707_HDR Toppur Sk

Ekki stóð þátttökumetið frá þriðjudeginum 15. mars lengi; það var slegið strax á næsta móti 22. mars, þegar 34 settust að tafli. Þar á meðal voru einir fimm sigurvegarar fyrri móta og flestir þeirra tóku einnig þátt í baráttunni um fyrsta sætið að þessu sinni. Þeir fyrri sigurvegarar sem tóku minni þátt höfðu þó áhrif á toppbaráttuna. Þannig gerði t.d. Björgvin ...

Lesa meira »

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur fer fram 3. apríl!

barnaungl

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur fer fram 3. apríl. Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 3. apríl í skákhöll T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13 og stendur til kl.17 c.a. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s). Þátttaka er ókeypis. Mótið verður reiknað ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram 4.-5. apríl

Reykjavíkurmót-grunnskóla-2017-1024x376

Reykjavíkurmót grunnskólasveita hefst í húsnæði TR að Faxafeni 12 mánudaginn 4. apríl kl. 16.30 með keppni 1.-3. bekkjar. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að þessu sinni; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar fer fram daginn eftir, þriðjudaginn 5. apríl. Tefldar verða ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa IV (25-27. mars 2022)

BikarsyrpanBanner_generic

Helgina 25-27. mars fer fram næsta mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er fjórða mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2021-22. Tefldar verða 7 kappskákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur, Faxfeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja tefla ...

Lesa meira »