Ný stjórn kosin á aðalfundi T.R.Aðalfundur Taflfélagsins var haldinn í húsakynnum félagsins 8. júní sl. Ríkharður Sveinsson var endurkjörinn formaður. Úr aðalstjórn gengu Þórir Benediktsson og úr varastjórn Kjartan Maack. Voru þeim færðar þakkir fyrir vel unnin störf en báðir hafa þeir verið mjög virkir í félagsstarfinu undanfarin ár og áratugi. Nýja stjórn skipa eftirtalin.

Ríkharður Sveinsson, formaður og umsjónarmaður eigna
Gauti Páll Jónsson, varaformaður
Magnús Kristinsson, gjaldkeri
Una Strand Viðarsdóttir, ritari
Jon Olav Fivelstad, varagjaldkeri
Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, æskulýðsfulltrúi
Omar Salama, meðstjórnandi

Varastjórn:
1. Eiríkur Björnsson
2. Tofi Leósson
3. Daði Ómarsson
4. Elvar Örn Hjaltason

Á fundinum var Birnar Halldórsdóttir kosin heiðursfélagi og þökkuð vel unnin störf fyrir félagið á undanförnum áratugum.

101708776_10222408819039141_1768937225716846117_o