Sigurður Páll snýr aftur í T.R.Sigurður Páll Steindórsson (2216) hefur snúið til baka í Taflfélag Reykjavíkur en hann hefur að undanförnu alið manninn í skákdeild KR.  Stjórn T.R. fagnar endurkomu Sigurðar Páls, sem var lengi búinn að vera TR-ingur áður en hann flutti sig um set.  Endurkoma hans mun styrkja félagið mikið í komandi baráttu um Íslandsmeistaratitil Skákfélaga.

Einnig er hinn aldni höfðingi og þúsundþjalasmiður, Sigurður Sigurðsson, genginn til liðs við félagið en hann er fæddur árið 1928 og er því án efa einn af eldri liðsmönnum þess.  Stjórn T.R. býður hann velkominn í félagið.