Vignir Vatnar Truxvameistari þriðja árið í röð!



Hið stórskemmtilega Meistaramót Truxva var haldið seint í maímánuði og hraðskákfíklar fjölmenntu, enda ekkert grín mót, tefldar 11 skákir. Þó undirritaður væri helst til í 13 til 14 skákir þá þarf þetta að vera skemmtileg fyrir alla, ekki bara allra krónískustu hraðskákgeggjarana, og því eru 11 umferðir niðurstaðan.

Vignir Vatnar stefnir líklega í einhver geithafrafræði ef hann tekur upp á því að mennta sig eitthvað – orðinn stórmeistari og Íslandsmeistari þetta árið, ásamt því að sigra Meistaramót Truxva! Aðeins king-geitur líkt og W S vélin taka svona mót á 11 vinningunum! Hilmir Freyr Heimisson heimsótti heimalandið og nældi sér í annað sætið með níu vinninga og stiftammtamður Reykjavíkur, Helgi Áss Grétarsson varð sá þriðji með 7.5 vinning rétt eins og Olga Prudnykova.

Efstur undir 2000 hraðskákstigum varð Jóhann Ingvason og efstur Truxva (TR-ingur yngri en 16 ára) var Ingvar Wu Skarphéðinsson.

Ingvar Wu, Jóhann, Vignir og Hilmir

Ingvar Wu, Jóhann, Vignir og Hilmir

Hægt er að nálgast öll úrslit á chess-results.

Sigurvegarar og pistlar fyrri móta: