Júlíus efstur á Vetrarmóti öðlinga



Þegar tvær umferðir lifa af Vetrarmótinu er TR-ingurinn, Júlíus L. Friðjónsson, efstur með 4,5 vinning.  Júlíus gerði stutt jafntefli við Sverri Örn Björnsson í fjórðu umferð og vann Þorvarð F. Ólafsson í þeirri fimmtu eftir að Þorvarður fór í banvæna skógarferð með drottningu sína.

 

Sverrir Örn og alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason, eru jafnir í 2.-3. sæti með 4 vinninga en Sverrir gerði jafntefli við Halldór Pálsson í spennandi skák í fimmtu umferð.  Sævar er á góðu flugi eftir óvænt tap í fyrstu umferð og hefur síðan þá unnið allar sínar skákir, Vann Bjarna Sæmundsson mjög örugglega í fjórðu umferð og síðan Vigni Bjarnason í mun lengri skák í fimmtu umferð.

 

Fjórir skákmenn koma næstir með 4,5 vinning en í sjöttu umferð sem fer fram á miðvikudagskvöld mætast á efstu borðum, Sævar og Júlíus, Sverrir og Þór Valtýsson, Gylfi Þórhallsson og Siguringi Sigurjónsson.

  • Úrslit, staða og pörun
  • Skákir: 1 2 3 4 5