Björn Ívar Karlsson Jólahraðskákmeistari TR 2019 

Fide-meistarinn Björn Ívar Karlsson sigraði örugglega á jólahraðskákmóti TR sem fór fram síðstliðinn föstudag. Hlaut hann 10 vinninga af 11 og fór taplaus í gegnum mótið. Glæsilegur árangur, og fyrsta sinn sem Björn Ívar vinnur þetta mót. Björn hækkar um 46 hraðskákstig fyrir framistöðuna. Í öðru sæti varð annar Fide-meistari, Vignir Vatnar Stefánsson, með 8.5 vinning, og sá þriðji var stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson með 8 vinninga. Mótið var vel sótt, 39 skákmenn mættu til leiks. Þeir sem hækka mest á hraðskákstigum er Stephan Briem (43), Kjartan Briem (50) og Elvar Már Sigurðsson (53). Lokastöðuna og öll úrslit má finna á chess-results

jolmot