Boðsmót TR – Fimmta mót BRIM mótaraðarinnar fer fram 2.-4. júní!Fimmta mót Brim mótaraðarinnar 2020-2023 verður haldið helgina 2.-4. júní næstkomandi, í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Mótið verður að þessu sinni hluti af Boðsmóti TR. Mótið er opið öllum.

Fyrirkomulag mótsins:

Föstudagurinn 2. júní klukkan 19:30

1.-4 umferð. Atskákir með tímamörkunum 15+5

Laugardagurinn 3.  júní klukkan 11: 5. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30

Laugardagurinn 3.  júní klukkan 17: 6. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30

Sunnudagurinn 4.  júní klukkan 11: 7.umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30.

 

Eftir mótið verður haldið 9. umferða hraðskákmót með tímamörkunum 3+2. Miðað verður við að það hefjist klukkan 16 á sunnudeginum. Sigurvegari hraðskákmótsins fær aukastig í stigakeppninni. Hraðskákmótið er líka opið þeim sem ekki tóku þátt í aðalmótinu, ókeypis fyrir þátttakendur í aðalmótinu, 1000kr fyrir aðra. Hraðskákmótið er reiknað til hraðskákstiga, og aðalmótið er reiknað til at- og kappskákstiga.

Þáttökugjöld: 4000kr.

2000kr. fyrir 17 ára og yngri

Ókeypis fyrir GM/IM og TR-inga 17 ára og yngri

Verðlaunafé í mótinu:

  1. 15.000
  2. 10.000
  3. 8000

Skráningarform

Þegar skráðir keppendur

Verðlaunasjóður fyrir samanlagðan árangur í mótunum sex:

Heildarkeppnin:

  1. 125.000kr.
  2. 75.000kr.
  3. 50.000kr.

Efsta skákkonan: 33.000kr.

Efstur U1900 skákstigum, júní listinn 2020: 33.000kr.

Efstur 17 ára og yngri: 33.000

Mótið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

Oddastig (tiebreaks): 1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis úrslit 4. Sonneborn-Berger 5. Oftar svart.

 

Stigakeppnin virkar þannig að stig eru veitt fyrir efstu 10. sætin. 1 stig fyrir 10. sæti, 2. stig fyrir 9. sæti og svo framvegis. Í 1. sæti í hverju móti verða hins vegar 12 stig veitt. Aukastig fyrir sigur í hraðskákmótinu eftir aðalmótið. Stigakeppnir  með sama sniði verða einnig notaðar til að reikna út aukaverðlaunin. Fjögur bestu mót hvers þáttakanda gilda í stigakeppninni

Fréttir síðustu móta:

Mót 1 (TR 19.-21. júní 2020)

Mót 2 (TR 26.-28. febrúar 2021)

Mót 3 (TR 11.-13. júní 2021)

Mót 4 (Goðinn Húsavík 25.-27. mars 2022)

Staða efstu manna í stigakeppninni að afloknum fjórum mótum:

  1. Davíð Kjartansson 34 stig
  2. Vigni Vatnar Stefánsson 30 stig
  3. Lenka Ptacnkikova 22 stig
  4. Alexander Oliver Mai 16 stig

Athugið að að fjögur bestu mótin duga. Nú eru tvö mót eftir þannig að menn fá tækifæri til að bæta skorið. Dæmi: Ef Davíð Kjartansson vinnur næsta mót (fær 10 stig fyrir það) er hann kominn með 40 stig. Lélegasta mótið hans gaf 4 stig, það dettur út og 10 stig bætast við. Staðan verður uppfærð eftir næsta mót með þetta í huga.

Almenn Kynning á Mótaröðinni: 

Taflfélag Reykjavíkur kynnir með stolti, í samstarfi með Skákfélaginu Goðanum, BRIM Skákmótaröðina 2020-2023!

Haldin verða sex helgarskákmót, fjögur í TR, eitt á Húsavík, og ekki hefur verið ákveðið hvar sjötta mótið verður haldið.

Brim er aðalstyrktaraðili mótaraðarinnar ásamt Skáksambandi Íslands. Keppt verður um glæsileg verðlaun; 350.000 króna verðlaunasjóður er fyrir bestan samanlagðan árangur. Það verður stigakeppni þar sem fjögur bestu mót hvers skákmanns gilda.