Vignir Vatnar bar sigur úr býtum á þriðja BRIM mótinu199860306_10225310386896524_3202723577516298327_n

Vignir Vatnar Stefánsson bara sigur úr býtum á þriðja BRIM mótinu sem fór fram 11-13. júní. Að venju voru tefldar fjórar atskákir á föstudagskvöldinu og þrjár kappskákir í framhaldinu. Vignir hlaut 6½ vinning og leyfði aðeins eitt jafntefli, gegn Davíð Kjartanssyni sem varð annar með 5½ vinning. Jöfn í 3-5. sæti með 5 vinn. urðu Alexander Oliver Mai, Lenka Ptacnikova og Haraldur Haraldsson. Alexander varð þriðji eftir stigaútreikning.

Í næstu sætum mátti sjá marga unga og efnilega skákmenn sem sýndu skemmtileg tilþrif. Hinn ungi Adam Omarsson gerði sér lítið fyrir og gerði jafntefli við Davíð, Braga Halldórsson og Arnar Milutin, allt mun reyndari og stigahærri en hann sjálfur. Adam tapaði eingöngu fyrir stigahæsta manni mótsins og hækkar um 119 stig. Mikael Bjarki Heiðarsson átti einnig góðu gengi að fagna með góðum úrslitum gegn Braga Halldórssyni, Eiríki Björnssyni, Guðna Péturssyni og Ingvari Wu. Þar bættust líka við 117 skákstig.

Hægt er að skoða úrslit mótsins hér: https://chess-results.com/tnr565525.aspx?lan=1

Á sunnudeginum var teflt hraðskákmót og var eitt stig í boði í heildarkeppninni fyrir sigurvegarann. Arnljótur Sigurðsson kom töluvert á óvart en hann vann mótið með 7½ vinningi af 9 mögulegum og varð fyrir ofan Vigni Vatnar sem hlaut einnig 7½ vinning en varð lægri á stigum. Guðni Stefán Pétursson varð þriðji með 7 vinninga.

Staða efstu mann eftir þrjú mót er sem hér segir:

  1. Davíð Kjartansson 30 stig
  2. Vignir Vatnar Stefánsson 30 stig
  3. Lenka Ptacnkikova 22 stig
  4. Alexander Oliver Mai 16 stig

Myndir frá mótinu: