Guðmundur að tafli í HastingsGuðmundur Kjartansson (2365) tekur nú þátt í hinu sögufræga Hastings móti.  Guðmundur, sem hækkað hefur mikið á stigum að undanförnu, hefur 2 vinninga að loknum fjórum umferðum.  Í 4. umferð sigraði Guðmundur enskan skákman, Adri Pickersgill (2043) í aðeins 26 leikjum.  Í 5. umferðinni mætir Guðmundur öðrum enskum andstæðingi, Richard Almond (2139).