Davíð Kjartansson hlutskarpastur á Viðeyjarmótinu 2023!



Mótasigramaskínan Davíð Kjartansson lét sig ekki vanta á Viðeyjarmótið sem fram fór þann 9. júlí síðastliðinn. Tefldar voru níu hraðskákir og 18 skákmenn létu sjá sig að þessu sinni, aðeins fámennara en áður en ákaflega góðmennt. Davíð fékk 7.5 vinning, næstur var Róbert Lagerman með 6 vinninga og þriðji Adam Omarsson með 6 vinninga sem hélt síðan út í skákvíking og stendur sig vel.

Teflt var eins og undanfarin ár á efri hæð Viðeyjastofu en vegna veðurs var tekin snaggaraleg ákvörðun um að færa nokkur borð út. Íslenska sumarið virkar þannig að það verður að taka á skarið í hvert sinn sem það lætur á sér kræla!

Veitingasalan hélt kaffiþyrstum skákmönnum vel koffíneruðum og sumir óðu líka í veitningar í sólinni.

Vel heppnað Viðeyjarmót á frábærum sumardegi, svo sannarlega ekki yfir neinu að kvarta!

Rúnar Sigurðsson smellti af myndum og birtast nokkrar þeirra hér.

Matthías Kjeld náði að máta sigurvegarann.

Matthías Kjeld náði að máta sigurvegarann.

Örvar Hólm og Eiríkur K.

Örvar Hólm og Eiríkur K.

Róbert Lagerman

Róbert Lagerman

Andrey Prudnikov og Elvar Örn

Andrey Prudnikov og Elvar Örn

Teflt úti

Teflt úti

Öll úrslit mótsins má sjá á chess results.