Gleði á lokaæfingu byrjendaflokksÍ gær var síðasta æfing byrjendaflokks TR fyrir sumarfrí og við söfnuðumst saman til að tefla, leysa þrautir og æfa mátin í eitt skipti í viðbót.

Gleðin og einbeitingin skein úr augum allra þessara áhugasömu krakka sem hafa lagt hart að sér við æfingar í vetur.

Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir bestu mætingar vetursins. Þau fengu:

Gull: James Han Dong Gao

Silfur: Benedikt Stefánsson, Motiejus Maminas, Óðinn Eldjárn Dagbjartsson.

Bronz: Hrafnkell Sveinn Hrannarson, Sigurður Höeg Jónsson, Sævin Ævar Hafþórsson.

Þetta hefur verið glæsilegur hópur sem hefur æft í vetur. Það verða sumarnámskeið hjá Taflfélagi Reykjavíkur sem nánar verða auglýst síðar, en svo sjáumst við vonandi aftur næsta haust!

byrjendaflokkur_vor_23