Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Héðinn með fullt hús eftir 6. umferðir

Héðinn Steingrímsson, alþjóðlegur meistari, er efstur á Capo d’Orso mótinu, sem nú fer fram á Ítalíu. Hann hefur fullt hús vinninga, sex vinninga í sex skákum. Hann fær rúmenska stórmeistarann Mikhail Marin (2533) í sjöundu umferð. Héðni nægir líkast til að fá einn vinning úr þremur síðustu skákunum til að fá sinn fyrsta stórmeistaraáfanga, að því gefnu, að hann fái ...

Lesa meira »

Héðinn einn efstur eftir 5. umferðir

Héðinn Steingrímsson er einn efstur eftir 5. umferðir á Capo d’Orso skákmótinu með fullt hús vinninga. Hann fær hlutfallslega veikan andstæðing í 6. umferð og ætti að vinna. Fari svo, hefur hann stigið stórt skref í átt að sínum fyrsta áranga að stórmeistaratitli.

Lesa meira »

Héðinn í 1.-2. sæti í Capo d’Orso

Alþjóðlegi skákmeistarinn Héðinn Steingrímsson er í 1.-2. sæti á alþjóðlega Capo d’Orso mótinu, sem fram fer á Ítalíu. Hann hefur fjóra vinninga eftir 4. umferðir, eða fullt hús vinninga. Í 4. umferð sigraði hann ítalska undrabarnið Fabiano Caruana (2513). Hann fær stigalágan andstæðing á morgun (1440) og ætti að vinna frekar auðveldlega. Héðinn er 7. stigahæsti skákmaðurinn af 149.

Lesa meira »

Laugalækjarskóli á sigurbraut

  Í mars varð skáksveit Laugalækjarskóla Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita með töluverðum yfirburðum og fylgdi á eftir með sigri á Íslandsmóti grunnskólasveita. Þessi árangur kom ekki á óvart, enda var sveitin þæa ríkjandi Íslands- og Norðurlandameistari í sínum flokki. Skáksveit Laugalækjarskóla undirbýr sig nú af kappi fyrir Evrópumót grunnskólasveita, sem fram fer í júní, en sveitin tók þar þátt á síðasta ári og ...

Lesa meira »

Nýtt lén Taflfélags Reykjavíkur

Taflfélag Reykjavíkur festi í gær, 18. maí, kaup á nýju vefléni, https://taflfelag.is. Jafnframt fékk nýskipaður vefstjóri félagsins, Snorri G. Bergsson, afhentan aðgang að grunnsniði hins nýja vefjar, en vefsíðufyrirtækið Allra átta ehf. ákvað að styrkja Taflfélag Reykjavíkur með því, að veita því endurgjaldslaus afnot af hinu vinsæla vefumsjónarkerfi A8. Taflfélag Reykjavíkur þakkar Allra átta veitta aðstoð.

Lesa meira »