Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Héðinn segir frá mótinu á Sardíníu

Héðinn Steingrímsson hefur nú, að beiðni vefstjóra Taflfélagssíðunnar, ritað stutta grein um mótið, aðstæður þar og síðan úrslitaskákina rosalegu, þar sem barist var um sigurlaunin.

Lesa meira »

Um truflun á skákstað

Á meðan ég sit og bíð eftir að skákunum ljúki, datt mér í hug að nefna einn menningarlegan mun sem er á mótinu hér í Mysliborz og mótunum heima.   Ég þykist nefnilega alltaf sjá betur og betur hvað það er mikill klassi yfir mótunum heima.  Það þarf oft ekki að leita lengur en til hinna Norðurlandanna til að lenda ...

Lesa meira »

Þrír í beinni í Mysliborz

Fjórða umferð hér í Mysliborz er nýhafin og hægt er að fylgjast með þremur af okkar piltum í beinni útsendingu á heimasíðu mótsins http://www.mysliborz.caissa.com.pl/2007/online/   Þar eru Matthías Pétursson með svart á móti Aleksander Smirnov (sem vann Villa í 2. umferð) og Vilhjálmur Pálmason er með svart á móti Grzegorz Stala.   Aron Ellert Þorsteinsson er síðan með hvítt á ...

Lesa meira »

Allir unnu í 3. umferð

Þriðja umferð hér í Mysliborz var eins og handrit skrifað af okkur Íslendingunum, en allir strákarnir unnu sínar skákir.  Síðastir kláruðu Daði og Matti rétt í þessu.  Landskeppnin Ísland – Pólland fór því 5-0.   Næsta umferð verður tefld kl.15:30 í dag og því mikilvægt að ná góðri hvíld á milli.   Torfi Leósson

Lesa meira »

Aron Ellert vann í 3. umf.

Aron Ellert var að klára snyrtilegan sigur sinn í 3. umferð hér í Mysliborz.  Allir piltarnir eru því komnir með 2 vinninga, fyrir utan Daða og Matta sem enn sitja að tafli.   Daði ætti að vinna – hann er þremur peðum yfir í riddaraendatafli þar sem þó eru smá jafntelishætta.   Matti er síðan búinn að rétta aðeins úr ...

Lesa meira »

Nokkur orð um mótið í Mysliborz

Þar sem nú er liðin 1/3 af dvöl okkar hér í Póllandi er e.t.v. tímabært að koma með fyrstu athugasemdir mínar um mótið í Mysliborz.   Mótið var töluvert sterkara á pappírunum þegar við skráðum okkur fyrst til leiks og munar þar mestu um eina 5-6 pólska IM og FM með 2300+, en þeir afboðuðu sig allir þegar Hraðskákmót Póllands ...

Lesa meira »

Tveir sigrar komnir í hús

Þriðja umferð er í hámæli og Einar og Vilhjálmur eru strax búnir að vinna frekar fyrirhafnarlitla sigra.   Allt er í járnum á hinum borðunum.   Torfi Leósson

Lesa meira »

Pétur Matt bloggar frá “Mýslubæ”

G. Pétur Matthíasson, faðir Matthíasar Péturssonar í Laugalækjarskóla, er með strákunum í för, þarna austur í Mysliborz. Hann hefur bloggað einstaklega skemmtilega um ferðina og aðstæður, eins og vönum fjölmiðlamanni sæmir.   En slóð hans er: http://gpetur.blogspot.com/   Skora á alla að fylgjast vel með síðu G. Péturs, sem er okkur að góðu kunnur úr sjónvarpsfréttunum.

Lesa meira »

3. umferð í Póllandi

Strákarnir hafa allir einn vinning af tveimur og tefla hlið við hlið, á fimm borðum samliggjandi. Ágætis æfing fyrir Búlgaríumótið! En nú verða tvær umferðir í dag.  Gærdagurinn skilaði 2 sigrum og 3 töpum. Matthías tapaði, eftir að hafa amk tvíhafnað jafntefli. Þessi baráttuhugur á eftir að skila sér. Villi lék fínni stöðu niður, en þetta kemur allt saman. Og ...

Lesa meira »

3. umferð hafin í Póllandi

Nú er 3. umferð rétt nýhafin í Mysliborz.  Enginn okkar manna er í beinni að þessu sinni, en þeir fá allir Pólverja.  Dómarinn var rétt í þessu að árétta að gsm-hringing þýddi tap, en eitthvað hefur verið um hringingar fyrr í mótinu.   Mér tókst ekki að klára umfjöllun um 2. umferð í gærkvöldi.  Um leið og Vilhjálmur kláraði sína ...

Lesa meira »

2 sigrar, þrjú töp í Póllandi

Aron Ellert Þorsteinsson og Einar Sigurðsson unnu sínar skákir í 2. umferð Póllandsmótsins. Daði Ómarsson, Matthías Pétursson og Vilhjálmur Pálmason töpuðu allir skákum sínum gegn sterkum andstæðingum. Einar og Aron unnu góða sigra. Vilhjálmur fékk góða stöðu úr byrjuninni, en missti þráðinn þegar á leið og tapaði. Matthías fékk um það bil jafna stöðu, en tapaði síðan peði og smátt ...

Lesa meira »

Aron vann í Mysliborz

Aron Ellert Þorsteinsson var rétt í þessu að vinna skák sína í 2. umferð alþjóðamótsins í Mysliborz.  Aron mátaði snyrtilega, eftir að hafa yfirspilað andstæðing sinn á síðari stigum miðtaflsins.   Nú eru þrjár skákir eftir, en þær eru allar frekar þungar fyrir okkar menn:  Sennilega væri sigur ef hálfur vinningur kæmi út úr þeim.   Torfi Leósson

Lesa meira »

Einar vann í Mysliborz

Það fór eins og við var búist að Einar Sigurðsson vann sína skák í 2. umferð í Mysliborz.  Andstæðingur hans lék af sér peði snemma tafls og var ekki viðbjargandi eftir það, þó hann hafi óneitanlega flýtt fyrir endinum með ónákvæmri taflmennsku.   Hinar skákirnar eru allar í járnum þegar þetta er skrifað.   Torfi Leósson

Lesa meira »

Ein skák stendur vel

Önnur umferð er enn í fullum gangi hér í Mysliborz.  Menn eru varla komnir út úr byrjuninni ennþá, en eitthvað eru línur farnar að skýrast.   Andstæðingur Einars fórnaði (eða tapaði? – sá ekki hvernig það gerðist) manni, en ég held að hann hafi ekki næga sókn fyrir manninn.   Andstæðingur Arons er búinn að setjast upp á hnén.  Enda ...

Lesa meira »

Skýringar í beinni

Þar sem ég er fyrst og fremst að bíða eftir að Vilhjálmur klári sína skák, svo ég geti farið með hann á heilsugæsluna, hef ég ekkert betra að gera en að koma með skýringar í beinni.   Daði fékk á sig 14.-f5, sem er hvort tveggja leikur og hugmynd sem við höfðum ekki skoðað fyrir skákina.  Ég vona að hann ...

Lesa meira »

3 í beinni í Mysliborz

Önnur umferð er nú nýhafin í Mysliborz og eru þrír af okkar drengjum í beinni útsendingu: Daði Ómarsson fær erfiðasta verkefnið, en hann hefur hvítt á móti sjálfum skipuleggjanda mótsins, stórmeistaranum Juri Zezulkin. Matthías Pétursson er með hvítt á móti skákkonunni Svetlönu Cherednichenko og loks er Vilhjálmur Pálmason með svart á móti Aleksander Smirnov. Einar Sigurðsson og Aron Ellert Þorsteinsson ...

Lesa meira »

3 sigrar og tvö töp í Mysliborz

Þá er mótið í Mysliborz hafið og skáksveit Laugalækjarskóla er meðal þátttakenda, reyndar sem einstaklingar, en ekki sem sveit.  Skrifari (Torfi Leósson) er með í för sem liðsstjóri. Mysliborz er 15.000 manna vinalegur pólskur bær, rétt við þýsku landamærin. Raunar var hentugast fyrir okkur að fljúga til Berlínar í fyrradag og dvelja þar í einn og hálfan dag og taka ...

Lesa meira »

Pörun og nokkur úrslit frá Póllandi

Samkvæmt símtali frá Torfa Leóssyni, fararstjóra og aðalþjálfara Laugalækjarliðsins, hafa tveir strákanna lokið skákum sínum, en Vilhjálmur Pálmason sigraði í aðeins 9 leikjum, og Matthías Pétursson hefur jafnframt sigrað sína skák. Báðir fengu þeir frekar auðvelda andstæðinga á 2 neðstu borðunum.  Einar Sigurðsson og Aron Ellert Þorsteinsson tefla hins vegar á 2 efstu borðunum, gegn stigahæstu mönnum mótsins. Sigur Vilhjálms ...

Lesa meira »

1. umferð hafin í Mysliborz

Fyrsta umferð er hafin í opna alþjóðamótinu í Mysliborz, en þar tekur skáksveit Laugalækjaskóla þátt. Upphaflega átti mótið að fara fram í 2 flokkum, en skyndilega setti Skáksamband Póllands hraðskákmeistaramót landsins ofan í þetta mót, svo fjölmargir af hinum innfæddu, sem höfðu skráð sig (sumir ekki verið á listanum, sem var birtur hér fyrr í dag), hættu við, þ.e. flestir ...

Lesa meira »

Mysliborz-mótið hefst í dag

  Í dag, 11. júní, hefst opna skákmótið í Mysliborz, Póllandi, þar sem skáksveit Laugalækjarskóla tekur þátt.  Keppt er í tveimur flokkum, A-flokki og B-flokki. Í A-flokki taka þátt Daði Ómarsson, Vilhjálmur Pálmason og Matthías Pétursson. Einar Sigurðsson og Aron Ellert Þorsteinsson taka þátt í neðri flokki. Pörun fyrir 1. umferð liggur ekki fyrir, en keppendalistinn er eftirfarandi, miðað við ...

Lesa meira »