3. umferð í PóllandiStrákarnir hafa allir einn vinning af tveimur og tefla hlið við hlið, á fimm borðum samliggjandi. Ágætis æfing fyrir Búlgaríumótið!

En nú verða tvær umferðir í dag.  Gærdagurinn skilaði 2 sigrum og 3 töpum. Matthías tapaði, eftir að hafa amk tvíhafnað jafntefli. Þessi baráttuhugur á eftir að skila sér. Villi lék fínni stöðu niður, en þetta kemur allt saman. Og Daði átti jafntefli gegn stórmeistaranum sem skipuleggur mótið. Alveg grátlegt að sjá allar þessar fínu stöður hjá strákunum fara í súginn — eða í Suðureyri við Súgandafjörð, eins og skáldið sagði.

En pörun dagsins er eftirfarandi:

1 (1) KOZIAK, Vitali –:– ALIAVDIN, Nikolai (4)
2 (5) CHEREDNICHENKO, Svetlana –:– VOLOSHIN, Leonid (2)
3 (3) ZEZULKIN, Jurij –:– SMIRNOV, Aleksander (6)
4 (9) REMEZ, Serhiy –:– RYMSKYY, Aleksander (8)
5 (18) ELISEEV, Artur –:– STALA, Grzegorz (10)
6 (11) LOY, Konstantin –:– OSVATH, Zoltan (23)
7 (19) MUC, Zbigniew –:– OMARSSON, Dadi (12)
8 (22) OLSZÓWKA, Łukasz –:– PETURSSON, Matthias (14)
9 (15) PALMASON, Vilhjalmur –:– SYPOSZ, Jan (26)
10 (28) OSTROWSKI, Michał –:– THORSTEINSSON, Aron Ellert (16)
11 (17) SIGURDSSON, Einar –:– TOMALA, Stanisław (29)
12 (13) MIELKE, Torsten –:– WŁODAWSKI, Ryszard (30)
13 (20) KLIMASZEWSKI, Jerzy –:– OLSZÓWKA, Andrzej (25)
14 (21) KUTERA, Henryk –:– WOLSKI, Krzysztof (27)
15 (31) WILIMOWSKI, Marcin –:– KITOWSKI, Leszek (24)