Glud nær sínum öðrum stórmeistaraáfanga



Danski alþjóðameistarinn Jakob Vang Glud (2520) tryggði sér í dag sinn annan áfanga að stórmeistartitli.   Þá gerði hann stutt jafntefli við pólska stórmeistarann Krzysztof Bulski (2534) í níundu og næstsíðustu umferðinni á Politiken Cup og hefur nú 7 vinninga.  Jakob er búinn að tefla fantavel á mótinu, ekki tapað skák og verið öryggið uppmálað.  

Glud er landanum að góðu kunnur því hann hefur margsinnis teflt með Taflfélagi Reykjavíkur á Íslandsmóti skákfélaga.  Erlendir liðsmenn T.R. hafa farið hamförum undanfarið og er skemmst að minnast sigurs Kryvoruchko á úkraínska meistaramótinu, og sigur Oleksienko á Czech Open.

 

Nú verður spennandi að sjá hvort Glud nær að landa þriðja og síðasta áfanganum að stórmeistartitli á hinu geysiöfluga Stórmeistaramóti Taflfélags Reykjavíkur í haust, en það hefst fyrsta október.