Fjórir skákmenn efstir í áskorendaflokkiHjörvar Steinn Grétarsson (2320), Magnús Magnússon (2055), AM Sævar Bjarnason (2171) og Þorvarður F. Ólafsson (2211) eru efstir og jafnir með 3,5 vinning að lokinni fjórðu umferð í áskorendaflokki Skákþings Íslands sem fram fór í gær.  Hjörvar og Sævar gerðu jafntefli sem og Fide meistarinn, Þorsteinn Þorsteinsson (2286), og Magnús.  Þorvarður sigraði hinsvegar Hellismanninn unga, Helga Brynjarsson (1969).

Fimmta umferð fer fram í kvöld og hefst kl. 18 en þá mættast toppmennirnir innbyrðis.  Magnús og Hjörvar annarsvegar og Sævar og Þorvarður hinsvegar.  Teflt er í skákhöll T.R. að Faxafeni og eru áhorfendur hvattir til að mæta en metþátttaka er í áskorendaflokknum að þessu sinni.

Árangur T.R. manna eftir fjórar umferðir:

Eiríkur K. Björnsson (2034) 3v
Kristján Örn Elíasson (1982) 3v
Frímann Benediktsson (1950) 2v
Þorsteinn Leifsson (1814) 2,5v
Agnar Darri Lárusson (1752) 2v
Atli Antonsson (1720) 1v
Friðrik Þjálfi Stefánsson (1694) 1,5v
Páll Andrason (1550) 2v
Birkir Karl Sigurðsson (1370) 2v
Hjálmar Sigurvaldason (1350) 1v

  • Heimasíða SÍ
  • Chess-Results
  • Skákirnar