Aron Ellert vann í 3. umf.Aron Ellert var að klára snyrtilegan sigur sinn í 3. umferð hér í Mysliborz.  Allir piltarnir eru því komnir með 2 vinninga, fyrir utan Daða og Matta sem enn sitja að tafli.

 

Daði ætti að vinna – hann er þremur peðum yfir í riddaraendatafli þar sem þó eru smá jafntelishætta.

 

Matti er síðan búinn að rétta aðeins úr kútnum.  Hann virtist lenda í vandræðum í byrjuninni (sem var óvenjuleg útgáfa af Grjótgarðsafbrigðinu í Hollendingnum) og var orðinn langt á eftir í liðsskipan.  Þetta verður því sennilega nokkuð lærdómsrík skák, sama hvernig fer.

 

Torfi Leósson