Ein skák stendur velÖnnur umferð er enn í fullum gangi hér í Mysliborz.  Menn eru varla komnir út úr byrjuninni ennþá, en eitthvað eru línur farnar að skýrast.

 

Andstæðingur Einars fórnaði (eða tapaði? – sá ekki hvernig það gerðist) manni, en ég held að hann hafi ekki næga sókn fyrir manninn.

 

Andstæðingur Arons er búinn að setjast upp á hnén.  Enda er staðan spennandi og Aron búinn að leika g2-g4 eftir að hafa hrókað stutt.  Ég treysti mér ekki til að segja hvað sé á ferðinni hér.

 

Matti er hinsvegar kominn með svokallaða “Mattastöðu”, búið er að skiptast upp á öllu nema þungu mönnunum svo og einum hvítum riddara og svörtum biskup.  Merkilegt hvað Matthías fær oft upp stöður þar sem þungu mennirnir eru í aðalhlutverki.  Ég myndi halda að svartur (andstæðingur Matta) væri komin langleiðina með að jafna taflið, en í þessum rólegu stöðum skiptir kannski meira máli að manni líki vel við stöðuna, en ekki að hún sé aðeins betri eða bara jöfn.  En menn þurfa að finna einhver plön, sjáum hvernig það gengur…

 

Torfi Leósson