Skýringar í beinni



Þar sem ég er fyrst og fremst að bíða eftir að Vilhjálmur klári sína skák, svo ég geti farið með hann á heilsugæsluna, hef ég ekkert betra að gera en að koma með skýringar í beinni.

 

Daði fékk á sig 14.-f5, sem er hvort tveggja leikur og hugmynd sem við höfðum ekki skoðað fyrir skákina.  Ég vona að hann nái samt einhverjum tökum á stöðunni.

 

Vilhjálmur fékk einnig á sig hugmynd sem við höfðum ekki skoðað fyrir skákina.  Það er sennilega dálítið tvíbent þegar stúderað er með öðrum rétt fyrir skák, hinn aðilinn (í þessu tilfelli ég) getur beint hugsunum manna í eina átt en ekki aðra og gert menn lokaða fyrir ákveðnum möguleikum.  Þetta er ekkert mál ef ég væri viss um að ég hefði rétt fyrir mér, en einmitt nú er ég ekki svo viss.  Vona bara að það hafi ekki verið of djúpt á þessari hugmynd Smirnovs.

 

Sjáum hvort ég sendi meira síðar.  Ég þarf líka að huga að hlutverki mínu sem vatnsberi…

Torfi Leósson