Hjálmar efstur á þriðjudagsmótiÞað var fámennt en afar góðmennt á fyrsta þriðjudagsmóti ársins yfir borðinu. Hjálmar Hrafn Sigurvaldason stóð sig vel, og fékk fjóra vinninga, fullt hús. Næstur varð annar félagi í Vinaskákfélaginu, Hörður Jónasson, með þrjá vinninga, og Helgi Hauksson fékk tvo. Úrslit mótsins.

Næsta mót verður í kvöld, á sjálfum skákdeginum, á 86 ára afmæli Friðriks Ólafssonar!