Örn Leó á faraldsfætiÞó svo að lítið fari fyrir kappskámótum hérlendis yfir sumartímann er heill hellingur af mótum í boði erlendis.  Örn Leó Jóhannsson (1820) úr T.R. tók einmitt þátt í einu slíku á dögunum.  Mótið, sem var hans fyrsta á erlendri grundu, var alþjóðlegt ellefu umferða mót haldið í Eforie í Rúmeníu dagana 18.-27. júní.

Ásamt Erni tóku þrír íslenskir skákmenn þátt í mótinu; alþjóðlegi meistarinn, Björn Þorfinnsson (2390), Birkir Karl Sigurðsson (1422) og Mikael Jóhann Karlsson (1726).  Alls voru keppendur 181 talsins og var Örn númer 132 í stigaröðinni.  Stigahæstur var Rússinn, Maxim Turov (2624).

Þó svo að árangur Arnar hafi ekki verið í samræmi við siglingu hans hér heima fyrir á undanförnum mánuðum er mótið dýrmæt reynsla fyrir hann en mjög spennandi verður að fylgjast með Erni á komandi skáktímabili.  Hann lauk keppni í 148. sæti með 4 vinninga sem samsvarar 1654 skákstigum, mun lægra en stig hans segja til um.

Björn varð í 36. sæti með 6,5 vinning, Birkir í 163. sæti með 3,5 vinning og Mikael í 128. sæti með 4,5 vinning.

  • Heimasíða mótsins 
  • Chess-Results