Páskaeggjamót TR sunnudaginn 25.mars



Páskaeggjamót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 25.mars. Mótið er opið öllum grunnskólabörnum í 1.-7.bekk. Sex umferðir verða tefldar með 4 mínútna umhugsunartíma og bætast 2 sekúndur við tímann eftir hvern leik (4+2). Mótið verður tvískipt að þessu sinni og er dagskrá mótsins sem hér segir:

  • 1.-3.bekkur kl.12:30 – 14:30.
  • 4.-7.bekkur kl. 15:00 – 17:00.

Verðlaunapeningur og páskaegg verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki. Þá verður jafnframt páskaegg í verðlaun fyrir efstu stúlkuna í hvorum flokki sem og fyrir efsta sæti í hverjum árgangi (2005-2011). Að móti loknu í hvorum flokki verða tveir þátttakendur dregnir út í happdrætti og hljóta þeir að launum páskaegg. Mikilvægt er að hafa í huga að þátttakendur geta mest fengið eitt páskaegg hver í mótinu, þó er happdrættið undanskilið þeirri reglu.

Skráning fer fram í gegnum skráningarformið hér að neðan, en einnig má nálgast það í gula kassanum á skak.is.

Skráningarform

Skráðir keppendur