Gauti Páll byrjar vel á fyrsta Þriðjudagsmóti ársins 2022!Gauti Páll Jónsson byrjaði vel á fyrsta Þriðjudagsmóti ársins og lagða alla andstæðinga sína fimm að tölu. Gauti, ásamt Hjálmari Sigurvaldasyni fá inneign í Skákbúðina fyrir árangurinn, en Hjálmar lenti í öðru sæti, með bestan árangur miðað við stig, og 3.5 vinning. Það var fámennt en góðmennt þann 4. janúar, kannski eðlilega, en það góða við þriðjudagsmótin er að þau eru alltaf á sínum stað, það er hægt að ganga að því vísu að teflt sé í taflfélaginu á hverju þriðjudagskvöldi!

Úrslit og stöðu mótsins má nálgast á chess-results.

Næsta mót verður þriðjudagskvöldið 11. janúar klukkan 19:30.