Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Kveðjur til Búdapest

Tveir vinir okkar T.R. -inga úr Taflfélaginu Helli sitja nú við taflborðið í Búdapest. Það eru hinn ungi og efnilegi Hjörvar Steinn Grétarsson og nýkrýndur AM-norms hafi Ingvar Þór Jóhannesson, sem einnig er þarna í hlutverki þjálfarans. Hjörvar hefur staðið sig ágætlega eftir þrjár umferðir og hefur gert þrjú jafntefli. Ingvar hefur gert tvö jafntefli og tapað einni. Menn voru ...

Lesa meira »

Landsmótið skólaskák: yngri flokkur

  Dagur Andri Friðgeirsson (Fjölni) er Íslandsmeistari yngri flokks Landsmótsins í skólaskák.  Einar Ólafsson (T.R.), sem ásamt Degi leiddi nánast allt mótið, varð annar en hann tapaði fyrir Geirþrúði Önnu Guðmundsdóttur (T.R) í lokumaferðinni.  Nökkvi Sverrisson (TV) og Geirþrúður urðu í 3.-4. sæti.  (Tekið af www.skak.is) Úrslit 11. umferðar: Fridgeirsson Dagur Andri  1 – 0 Karlsson Mikael Johann  Gudmundsdottir Geirthrudur Anna  ...

Lesa meira »

Einar og Dagur enn efstir!

Þegar 10. umferðir eru búnar á Landsmótinu í skólaskák, yngri flokki, eru Einar Ólafsson T.R. og Dagur Andri Friðgeirsson Fjölni enn efstir og jafnir, sbr. meðfylgjandi töflu. Fyrirfram hefði mátt búast við öruggum sigri Dags Andra, sem er langstigahæstur keppenda, en okkar maður hefur svo sannarlega staðið sig vel. T.R. sendir Einari Ólafssyni baráttukveðjur. Rk.   Name FED RtgN RtgI ...

Lesa meira »

Spenna í yngri flokki Landsmótsins

  Eftir átta umferðir í yngri flokki Landsmótsins í skólaskák eru Dagur Andri Friðgeirsson úr Fjölni og T.R. ingurinn Einar Ólafsson efstir og jafnir með 6,5 vinninga. Eyjamaðurinn Nökkvi Sverrisson, Friðrik Þjálfi Stefánsson úr T.R. og Akureyringurinn Mikael J. Karlsson fylgja á eftir. Um nánari úrslit sjá töflu: 1   Fridgeirsson Dagur Andri ISL 1645 1823   6,5 22,00 0,0 ...

Lesa meira »

Hörð barátta í eldri flokki landsmótsins

Eftir átta umferðir er Hellismaðurinn Helgi Brynjarsson, sonur Brynjars Níelssonar varastjórnarmanns í T.R., efstur í eldri flokki á Landsmótinu í skólaskák með 7. vinninga. Á eftir koma Ingvar Ásbjörnsson og Hörður Aron Hauksson úr Fjölni. Um nánari stöðu, sjá töflu: 1   Brynjarsson Helgi ISL 1755 1853 Reykjavik 7,0 18,00 1956 2   Asbjornsson Ingvar ISL 1910 2016 Reykjavik 6,5 ...

Lesa meira »

Landsmótið í skólaskák

Sterkustu unglingar Taflfélags Reykjavíkur taka ekki þátt í Landsmótinu í skólaskák eldri flokki þetta árið, en eru þeim mun duglegri í yngri flokki. Þar er staðan efstu manna eftirfarandi: 1   Olafsson Einar ISL 1355 0   5,0 12,00 0,0 5 2   Fridgeirsson Dagur Andri ISL 1645 1823   5,0 10,75 0,0 4 3   Stefansson Fridrik Thjalfi ISL ...

Lesa meira »

Óttar Felix endurkjörinn formaður

Óttar Felix Hauksson var endurkjörinn formaður Taflfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins, sem lauk í kvöld.  Með honum voru sex stjórnarmenn kjörnir: Sigurlaug R. FriðþjófsdóttirJúlíus L. FriðjónssonTorfi LeóssonÓlafur S. ÁsgrímssonSnorri G. BergssonGuðni Stefán Pétursson Í varastjórn voru kjörin: 1. Elín Guðjónsdóttir2. Þorsteinn Þorsteinsson3. Brynjar Níelsson4. Jón Viktor Gunnarsson Endurskoðendur voru kjörnir: Georg Páll Skúlason og Ríkharður Sveinsson. Til vara: Jóhann Örn ...

Lesa meira »

Guðmundur Skákskólameistari 2007

Einvígi Guðmundar Kjartansson og Hjörvars Steins Grétarssonar var að ljúka með sigri Guðmundar. Í fyrri atskákinni vann Hjörvar með hvítt, eftir að hafa unnið peð í miðtaflinu og síðan bætt stöðu sína jafnt og þétt. Í þeirri seinni náði Guðmundur yfirburðastöðu og vann skiptamun. Hann innbyrti síðan sigurinn í tímahrakinu. Í fyrri hraðskákinni var nokkuð jafnræði framan af miðtaflinu, en ...

Lesa meira »

Bráðabani í einvíginu!

Já, skákfréttaritarar taflfélagssíðunnar fyrstir með fréttirnar! Það fór semsagt 1-1 í einvígi þeirra Guðmundar Kjartanssonar og Hjörvars Steins Grétarssonar. Báðir unnu með hvítu mönnunum. Nú tekur við framhald, 2×7 mín og síðan bráðabani með styttri umhugsunartíma. Guðmundur með hvítt í fyrri.

Lesa meira »

Einvígi Guðmundar og Hjörvars byrjað!

Einvígi Guðmundar og Hjörvars um sigurtign meistaramóts Skákskólans er hafið. Skákirnar má sjá beint á síðu Skáksambandsins. Hjörvar hefur hvítt í fyrstu skákinni.

Lesa meira »

Ágæt aðsókn að heimasíðu T.R.

T.R. síðan hefur nú verið í loftinu í rúmlega 30 klukkustundir. Á þeim tíma hafa 520 gestir skoðað síðuna, flestir hér á Íslandi, en einnig aðilar frá Bandaríkjunum, Hollandi, Danmörku, Þýskalandi og víðar úti í hinum stóra heimi. Flestir hafa annað hvort slegið inn slóð heimasíðunnar eða slegið á tengilinn á Skák-síðunni. Vinsælasta einstaka slóðin er “Lestur á netinu”, sem vefstjóri ...

Lesa meira »

Aðalfundur T.R. haldinn í kvöld

Aðalfundur T.R. verður haldinn í kvöld, fimmtudag 31. maí, kl. 20:00. Óskað er eftir góðri mætingu félaga. Óttar Felix Hauksson mun gefa áframhaldandi kost á sér í embætti formanns Taflfélagsins. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

Lesa meira »

Guðmundur í beinni á morgun, 31. maí

Guðmundur Kjartansson úr T.R. mun tefla einvígi við Hjörvar Stein Grétarsson um sigurlaunin í Meistaramóti Skákskólans. Einvígið fer þannig fram, að tefldar verða tvær atskákir og fara þær fram í beinni útsendingu á vef Skáksambands Íslands. Einvígið hefst kl. 13:00 og fer fram í húsnæði Skákskólans að Faxafeni 12. T.R. sendir Guðmundi baráttukveðjur!

Lesa meira »

Aðalfundur T.R.

Aðalfundur T.R. verður haldinn fimmtudagskvöldið 31. maí og hefst kl. 20:00 stundvíslega. Félagar eru beðnir um að fjölmenna á fundinn, en hugur er í forystu T.R. að efla starfsemi félagsins á næsta starfsári, m.a. með vikulegum æfingum á fimmtudagskvöldum, ásamt mótahaldi af ýmsum toga, en t.a.m. er í bígerð að endurvekja ýmis fornfræg mót, sem lagst hafa niður á síðustu ...

Lesa meira »

Sagt frá sigri Héðins á Ítalíumótinu

  Á erlendri skák-blogg-yfirlitssíðu var að birtast skemmtileg grein um mótið í Porto Mannu á Ítalíu, þar sem Héðinn Steingrímsson fór með sigur af hólmi. Þar sagði einn keppandinn frá mótinu og birti nokkrar myndir. Hér að neðan birtum við umfjöllun hans um Héðin. Þótt þetta sé á ensku, ættu flestir að geta skilið þetta.   “So let’s speak about ...

Lesa meira »

Guðmundur í 1.-2. sæti á Skákskólamótinu

Guðmundur Kjartansson úr T.R. varð í 1.-2. sæti á Meistaramóti Skákskóla Íslands 2007 ásamt Hjörvari Steini Grétarssyni.   Guðmundur sigraði Hellisdrenginn Hjörvar í innbyrðis viðureign, en tapaði nokkuð óvænt fyrir Vilhjálmi Pálmasyni, sem líka er félagi í T.R. Röð efstu manna: 1.-2. Guðmundur Kjartansson og Hjörvar Steinn Grétarsson 6 v. ( af 7 ) 3. Dagur Arngrímson 5 ½ v. 4.-6. ...

Lesa meira »

Ný heimasíða T.R.

Taflfélag Reykjavíkur hefur nú opnað nýtt vefsvæði, www.taflfelag.is. Hið gamla verður þó í loftinu aðeins áfram.  Nýja síðan er vitaskuld ekki fullgerð enn, enda var ekki ákveðið að ráðast í þetta verkefni fyrr en um miðjan maí og fékk félagið lénið afhent föstudaginn 18. maí. En vonandi verður hægt að uppfæra síðuna smám saman og er stefnan sú, að hún verði tilbúin ...

Lesa meira »

Héðinn sigraði á Capo d’Orso!

GM-norm!     Héðinn Steingrímsson sigraði á Capo d’Orso skákmótinu, sem er nýlokið á Ítalíu. Hann hlaut 7.5 vinninga af níu og náði þar að auki sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Hann sýndi fádæma öryggi og tapaði ekki skák, eins og sjá má af töflunni hér að neðan. T.R. ítrekar hamingjuóskir sínar til Héðins með von um að árangurinn framundan ...

Lesa meira »