Dagur náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitliDagur Arngrímsson (2316) náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á skákmóti, sem var að ljúka í Kesckemét í Ungverjalandi, eða Kexinu, eins og mótið er jafnan kallað hér á landi. Davíð Kjartansson (2324) náði einnig áfanga og sigraði í mótinu.

Þeir félagar tefldu saman í 2 síðustu skákunum og unnu sitt hvora skákina, Dagur þá fyrri, en Davíð þá seinni.

Úrslit urðu því:

1. Davíð Kjartansson (Fjölni): 7.5/10 v.
2. Dagur Arngrímsson (TR): 7/10 v.

Dagur fékk, þar sem hann tapaði síðustu skákinni í mótinu, því níu skáka áfanga, með sjö vinninga, en Davíð tíu skáka áfanga með 7,5 vinninga.

TR óskar strákunum til hamingju með áfangann og óskar þeim góðs gengis á Skákþingi Íslands, sem fram fer í ágúst, en þeir verða báðir meðal þátttakenda, eftir að hafa unnið sér rétt til þátttöku með því, að verða í tveimur efstu sætunum í Áskorendaflokki 2006.