Björn Þorsteinsson sigraði í B-flokki



Fimmtíu ár skilja á milli sigurvegara b-flokks Boðsmóts TR. Hinn 16 ára gamli unglingalandsliðsmaður Sverrir Þorgeirsson og aldursforseti mótsins og tvöfaldur Íslandsmeistari, hinn 66 ára gamli Björn Þorsteinsson urðu efstir og jafnir með 4,5 vinning.  Eftir stigaútreikning taldist Björn hafa betur og vann sér þar með rétt til þátttöku í A-flokki á næsta ári, en það verður alþjóðlegt mót.

Björn er vel að sigrinum kominn og tapaði t.a.m. engri skák.  Sigrinum náði hann með því að vinna efsta mann mótsins, Jóhann Ingvason, í síðustu umferð.

Annars var hart barist í síðustu umferð og unnust allar skákirnar á hvítt eins og hér má sjá:

Round 7
Bo. No.     Name Result   Name   No.
1 4   Thorsteinsson Bjorn 1 – 0   Ingvason Johann 8
2 5   Baldursson Hrannar 1 – 0   Olafsson Thorvardur 3
3 6   Asbjornsson Ingvar 1 – 0   Petursson Gudni 2
4 7   Thorgeirsson Sverrir 1 – 0   Palmason Vilhjalmur 1

B-flokkur Boðsmótsins var gríðarlega jafn.  Einungis munaði 2 vinningum á efstu mönnum og neðsta manni, en það má sjá hér:

Final Ranking after 7 Rounds

Rk.     Name FED Rtg Club/City Pts.  TB1  Rp n w we w-we K rtg+/-
1   Thorsteinsson Bjorn ISL 2194 TR 4,5 15,50 2164 7 4,5 4,70 -0,20 15 -3,0
2   Thorgeirsson Sverrir ISL 2064 Haukar 4,5 14,25 2183 7 4,5 3,32 1,18 15 17,7
3   Ingvason Johann ISL 2064 SR 4,0 13,00 2131 7 4 3,32 0,68 15 10,2
4   Palmason Vilhjalmur ISL 1904 TR 3,5 11,25 2104 7 3,5 1,73 1,77 15 26,5
5   Petursson Gudni ISL 2107 TR 3,0 11,50 2025 7 3 3,79 -0,79 15 -11,9
6   Olafsson Thorvardur ISL 2156 Haukar 3,0 10,75 2018 7 3 4,32 -1,32 15 -19,8
7   Baldursson Hrannar ISL 2112 KR 3,0 9,25 2024 7 3 3,87 -0,87 15 -13,1
8   Asbjornsson Ingvar ISL 2028 Fjolnir 2,5 8,50 1984 7 2,5 2,95 -0,45 15 -6,8