Bragi hlaut 5 af 9 í Riga



Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson (2461) sat á dögunum að tafli í alþjóðlegu móti sem haldið var í höfuðborg Lettlands, Riga. Bragi tefldi í fjölmennum efsta flokki mótsins þar sem fjöldi keppenda var yfir 300, þar af 42 stórmeistarar, en Bragi var númer 55 í stigaröðinni. Eftir kröftuga byrjun þar sem hann nældi í 3,5 vinning í fyrstu fjórum skákunum hægðist nokkuð á framgöngunni og 1,5 vinningur kom í hús í síðustu fimm viðureignunum. 5 vinningar því niðurstaðan sem samsvarar árangri upp á 2411 Elo-stig en Bragi ætlar sér meira enda vantar hann aðeins einn stórmeistaraáfanga í viðbót til að verða útnefndur stórmeistari. Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær Bragi nær því stórkostlega markmiði.

Sigurvegarar mótsins með 7,5 vinning voru úkraínski stórmeistarinn Vladimir Onischuk (2610) og landi hans, og alþjóðlegi meistarinn, Sergey Pavlov (2475).

Chess-Results

1234356