Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Einar í T.R.

Einar Kristinn Einarsson (2075) er genginn í Taflfélag Reykjavíkur. Einar ólst upp í Taflfélaginu, en tefldi síðast fyrir Taflfélag Vestmannaeyja. T.R. er mjög ánægt með, að hafa fengið Einar Kristin heim aftur og mun hann styrkja félagið í komandi keppnum.  

Lesa meira »

Daði á möguleika á verðlaunum

Sjöunda og næstsíðasta umferð er alveg að klárast og allir strákarnir búnir nema Matti auðvitað.   Daði og Vilhjálmur unnu sínar skákir og Einar gerði jafntefli.  Aron tapaði fyrir Daða og Matti er að tapa fyrir Þjóðverjanum.   Daði á góða möguleika á að fá verðlaun fyrir bestan árangur undir 2000 stigum.  Hann er með 4,5 vinning, og bara spurning ...

Lesa meira »

Blautur koss frá Mysliborz

Titillinn vísar ekki til hennar Svetlönu okkar, heldur veðurfarsins sem snögglega breyttist við upphaf 7. umferðar í morgun.  Hitastigið snögglækkaði og himnarnir opnuðust og allir fengu yfir sig gusurnar á leiðinni á skákstaðinn.   Í gærkvöldi héldum við smá fund um mótið.  Piltarnir geta lært mikið af þessu móti, t.a.m. er athyglisvert að allar 50-50 skákir hafa farið okkur í ...

Lesa meira »

Tveir vinningar í 6. umferð í Mysliborz

Þá eru öll úrslit komin í hús hér í 6. umferð í Mysliborz og ég ætla að flýta mér að skýra frá úrslitunum áður en þeir slökkva á netinu.   Matti varð síðastur til að tapa, var sviðinn af Stala, en virtist þó jafnvel eiga sigurmöguleika um tíma.     Torfi Leósson

Lesa meira »

Tveir sigrar og eitt tap í Mysliborz

Nú er langt liðið á 6. og næstsíðustu umferð hér í Mysliborz og búið er að draga til tíðinda í nokkrum skákanna.   Daði tapaði fyrir stórmeistaranum Leonid Voloshin eftir að hafa fengið á sig Guergenidze bræðinginn (Pirc og Caro-Kann blandað saman).  Ég hef nú sjálfur beitt þessu einhvern tíman, en (eðlilega) aldrei jafn vel og SM Voloshin, sem lokaði ...

Lesa meira »

Sjötta umferð hér í Mysliborz

      Ekki tókst mér að klára umfjöllun mína um 5. umferð samdægurs, frekar en aðra daga, því eins og áður er slökkt á internetinu, hér um bil um leið og síðasta skák klárast. Einu sinni sem oftar var það einn okkar manna sem var síðastur til að klára, í þessu tilfelli Matthías. Matta tókst að vinna að lokum ...

Lesa meira »

Fimmtudagsæfingar hefjast að nýju

Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Fjölnis hafa hafið samstarf um reglulegar skákæfingar, sem hefjast munu í byrjun september næstkomandi. Teflt verður í Skákhöllinni í Faxafeni. Félögin standa sameiginlega að æfingunum. Æfingar verða vikulega og hefjast kl. 19:30. Nánari fréttir verða sagðar, þegar nær dregur.

Lesa meira »

Pörun 6. umferðar í Mysloborz

Mótið er nú langt komið og taflmennskan ágæt. Hugsanlega hefðu þó vinningarnir átt að vera fleiri, miðað við taflmennskuna. Í 6. umferð á morgun verður Daði í beinni útsendingu á fjórða borði gegn stórmeistaranum Voloshin. Minna skal á skemmtilega pistla G. Péturs Matthíassonar frá mótinu og daglegu lífi strákana á bloggsíðu hans.   Pörun 6. umferðar í Mysloborz er eftirfarandi ...

Lesa meira »

Úrslit 5. umferðar í Mysliborz og stigaframmistaða

Úrslit 5. umferðar á alþjóðlega skákmótinu í Mysliborz voru bæði góð og slæm fyrir Íslendingana, eins og jafnan gengur og gerist. Matthías Pétursson vann sína skák, Vilhjálmur og Daði gerðu jafntefli, en Einar Sigurðsson og Aron Ellert Þorsteinsson töpuðu. Nánari úrslit á efstu borðunum voru eftirfarandi:   1 (3) ZEZULKIN, Jurij ½:½ RYMSKYY, Aleksander (8) 2 (2) VOLOSHIN, Leonid ½:½ ...

Lesa meira »

Fjórir búnir í 5. umf. í Mysliborz

Á meðan netið datt út hér á skákstað í Mysliborz dróg til tíðinda í skákum drengjanna.   Skák Daða og Svetlönu, sem var hárbeitt allan tímann  – enda hófst hún á hárbeittu afbrigði í Kóngsindverskri vörn – endaði í flóknu endatafli sem að lokum leystist upp í jafntefli.   Vilhjálmur gerði sömuleiðis jafntefli, en þar var teflt Benkö-bragð og fór ...

Lesa meira »

Frá Mysliborz, við upphaf 5. umferðar

  Mér tókst ekki að skýra frá neinum úrslitum héðan úr Mysliborz í gær, en nettengingin var eitthvað hálf-slöpp. Auk þess fór mikill tími í að fara yfir skákir drengjanna.   Allar skákirnar voru athyglisverðar – að einhverju leyti alla veganna. Daði vann Einar eftir að Einar misreiknaði sig snemma í miðtaflinu og lék af sér peði. Eftir það var ...

Lesa meira »

Pörun í 5. umferð og eló-frammistaða

      Í 5. umferð Póllandsmótsins teflir Daði Ómarsson við hina fögru Svetlönu, sem vann Matthías í 2. umferð, eftir að Matthías hafði tvívegis valið að halda tafli áfram, í stað þess að semja jafntefli. Ljóst er, að sú skák verður sýnd beint á internetinu.   Hinir strákarnir fylgja skammt á eftir.   1 (3) ZEZULKIN, Jurij –:– RYMSKYY, Aleksander ...

Lesa meira »

4. umferðin í Mysliborz

  Gengi okkar manna var misjafnt og ljóst að frú Lukka var ekki á okkar bandi. Daði vann Einar í innbyrðis viðureign og hefur 3 vinninga, Aron Ellert gerði jafntefli, en Matthías og Vilhjálmur töpuðu. Matthías lenti í óstöðvandi mátsókn eftir lunkna mannsfórn, en Vilhjálmur lék niður jafnteflisstöðu og síðan beint í mát. En nánari úrslit fylgja hér og má ...

Lesa meira »

Héðinn segir frá mótinu á Sardíníu

Héðinn Steingrímsson hefur nú, að beiðni vefstjóra Taflfélagssíðunnar, ritað stutta grein um mótið, aðstæður þar og síðan úrslitaskákina rosalegu, þar sem barist var um sigurlaunin.

Lesa meira »

Um truflun á skákstað

Á meðan ég sit og bíð eftir að skákunum ljúki, datt mér í hug að nefna einn menningarlegan mun sem er á mótinu hér í Mysliborz og mótunum heima.   Ég þykist nefnilega alltaf sjá betur og betur hvað það er mikill klassi yfir mótunum heima.  Það þarf oft ekki að leita lengur en til hinna Norðurlandanna til að lenda ...

Lesa meira »

Þrír í beinni í Mysliborz

Fjórða umferð hér í Mysliborz er nýhafin og hægt er að fylgjast með þremur af okkar piltum í beinni útsendingu á heimasíðu mótsins http://www.mysliborz.caissa.com.pl/2007/online/   Þar eru Matthías Pétursson með svart á móti Aleksander Smirnov (sem vann Villa í 2. umferð) og Vilhjálmur Pálmason er með svart á móti Grzegorz Stala.   Aron Ellert Þorsteinsson er síðan með hvítt á ...

Lesa meira »

Allir unnu í 3. umferð

Þriðja umferð hér í Mysliborz var eins og handrit skrifað af okkur Íslendingunum, en allir strákarnir unnu sínar skákir.  Síðastir kláruðu Daði og Matti rétt í þessu.  Landskeppnin Ísland – Pólland fór því 5-0.   Næsta umferð verður tefld kl.15:30 í dag og því mikilvægt að ná góðri hvíld á milli.   Torfi Leósson

Lesa meira »

Aron Ellert vann í 3. umf.

Aron Ellert var að klára snyrtilegan sigur sinn í 3. umferð hér í Mysliborz.  Allir piltarnir eru því komnir með 2 vinninga, fyrir utan Daða og Matta sem enn sitja að tafli.   Daði ætti að vinna – hann er þremur peðum yfir í riddaraendatafli þar sem þó eru smá jafntelishætta.   Matti er síðan búinn að rétta aðeins úr ...

Lesa meira »

Nokkur orð um mótið í Mysliborz

Þar sem nú er liðin 1/3 af dvöl okkar hér í Póllandi er e.t.v. tímabært að koma með fyrstu athugasemdir mínar um mótið í Mysliborz.   Mótið var töluvert sterkara á pappírunum þegar við skráðum okkur fyrst til leiks og munar þar mestu um eina 5-6 pólska IM og FM með 2300+, en þeir afboðuðu sig allir þegar Hraðskákmót Póllands ...

Lesa meira »