Hjörvar Steinn Grétarsson sigurvegari Grand Prix mótsins á



Grand prix mótaröðinni var fram haldið sl. fimmtudagskvöld og voru tefldar átta umferðir að þessu sinni.

 

Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði og hlaut fullt hús vinninga. Í öðru sæti varð skákstjórinn Óttar Felix Hauksson með sex vinninga. Þriðja sætinu deildu síðan ungu drengirnir Birkir Karl Sigurðsson og Dagur Andri Friðgeirsson með 3 vinninga hvor.

 

 

Góð tónlistarverðlaun voru í boði frá 12 tónum, Geimsteini, Senu, Smekkleysu og Zonet. Næsta Grand Prix mót verður haldið fimmtudagskvöldið 27. mars og eru allir velkomnir að vera með.