3. umferð hafin á Euwe mótinuÞriðja umferðin á Euwe-mótinu er hafin. Í 2. umferð gerði Friðrik Ólafsson jafntefli við skákkonuna Biöncu Muhren.

Í þriðju umferð, sem stendur nú yfir, teflir Friðrik við hinn færeyska vin okkar Helga Dam Ziska. Upp kom lítt þekkt afbrigði í Sikileyjarvörn og hefur Friðrik svart. Skákin er sýnd beint á netinu.

Friðrik hefur hálfan vinning úr tveimur skákum.