Guðni Stefán sigraði í BúdapestGuðni Stefán Pétursson (2107), stjórnarmaður í Taflfélagi Reykjavíkur, gerði jafntefli í 11. og síðustu umferð FM-flokks First Saturdays-mótsins, sem fram fór í dag í Búdapest. 

Guðni sigraði í flokknum en hann hlaut 7,5 vinning í 10 skákum og hækkar um hvorki meira né minna en 38 stig fyrir frammistöðuna, sem samsvaraði 2303 skákstigum. 

Þetta er annað mótið í röð, þar sem Guðni fer hamförum við skákborðið, en ekki er langt síðan hann sló í gegn á Reykjavík International, þar sem hann vakti mikla athygli með stórgóðri frammistöðu. Væntir T.R. þess, að þetta sé aðeins upphafið að frekar sigrum Guðna við skákborðið.

T.R. óskar Guðna Stefáni til hamingju með árangurinn.

Sjá fréttaflutning frá mótinu á Skák