1. umferð Íslandsmótsins lokið1. umferð Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla í gærkvöld.  a-sveit TR lenti í vandræðum með kollega sína í b-sveitinni en hafði 5-3 sigur að lokum:

a-sveit – b-sveit

Hannes Hlífar – Hrafn Loftsson 1-0

Sebastien Maze – Júlíus Friðjónsson 1-0

Þröstur Þórhallsson – Miziuga 1-0

Stefán Kristjánsson – Björn Þorsteinsson 1/2

Guðmundur Kjartansson – Daði Ómarsson 1-0

Benedikt Jónasson – Stefán Briem 0-1

Bergsteinn Einarsson – Eiríkur Björnsson 0-1

Arnþór Sævar – Kristján Örn 1/2

Í 3. deildinni mættust TR-ingar einnig innbyrðis en þar sigraði c-sveitin d-sveitina 4-2.  e-sveit TR atti kappi við d-sveit Haukamanna í 4. deildinni og hafði nauman sigur, 3,5-2,5.

2. umferð hefst í dag kl. 11.

Frekari upplýsingar má finna á skak.is