Aron vann í MysliborzAron Ellert Þorsteinsson var rétt í þessu að vinna skák sína í 2. umferð alþjóðamótsins í Mysliborz.  Aron mátaði snyrtilega, eftir að hafa yfirspilað andstæðing sinn á síðari stigum miðtaflsins.

 

Nú eru þrjár skákir eftir, en þær eru allar frekar þungar fyrir okkar menn:  Sennilega væri sigur ef hálfur vinningur kæmi út úr þeim.

 

Torfi Leósson