Héðinn í 1.-2. sæti í Capo d’OrsoAlþjóðlegi skákmeistarinn Héðinn Steingrímsson er í 1.-2. sæti á alþjóðlega Capo d’Orso mótinu, sem fram fer á Ítalíu. Hann hefur fjóra vinninga eftir 4. umferðir, eða fullt hús vinninga. Í 4. umferð sigraði hann ítalska undrabarnið Fabiano Caruana (2513).

Hann fær stigalágan andstæðing á morgun (1440) og ætti að vinna frekar auðveldlega.

Héðinn er 7. stigahæsti skákmaðurinn af 149.