Guðmundur með 4 af 5 á First SaturdayGuðmundur Kjartansson (2388) hefur farið vel af stað á First Saturday mótinu sem fram fer í Búdapest, Ungverjalandi, dagana 6. – 16. júní.  Guðmundur hefur hlotið fjóra vinninga þegar fimm umferðum er lokið en hann teflir í lokuðum sex manna flokki þar sem hann er stigahæstur þátttakenda.  Meðalstig flokksins eru 2281 stig og þarf 7,5 vinning úr 10 skákum til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitili.  Guðmundur þarf því 3,5 vinning úr síðustu fimm skákunum til að landa sínum síðasta áfanga.

Heimasíða mótsins