Halldór Atli siguvegari á 2. móti Bikarsyrpu TRIMG_7530

Halldór Atli Kristjánsson sigraði á öðru móti Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur sem fór fram nú um helgina en hann hlaut 4,5 vinning í skákunum fimm.  Jafnir í 2.-3. sæti með 4 vinninga urðu Alexander Oliver Mai og Jón Þór Lemery en Alexander hlýtur annað sætið eftir stigaútreikning.

IMG_7525

Mótið var að þessu sinni afar jafnt og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en lokaskák fimmtu og síðustu umferðarinnar lauk þar sem Birkir Ísak Jóhannsson og Alexander gerðu jafntefli en þar með var ljóst að Halldór Atli var öruggur með efsta sætið eftir sigur á Kristjáni Degi Jónssyni í lokaumferðinni.  Vel að verki staðið hjá Halldóri sem hækkar um 32 Elo-stig fyrir árangurinn.

IMG_7542

TR þakkar keppendum fyrir þátttökuna og óskar verðlaunahöfunum til hamingju.  Þriðja mót syrpunnar fer fram helgina 4.-6. desember og verður nánar auglýst þegar nær dregur.

Myndir frá mótum Bikarsyrpunnar má sjá hér að neðan.

bikars15-16_2_verdl