Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Gauti Páll með fullt hús á Þriðjudagsmóti

gpjfridrik

Gauti Páll Jónsson vann allar sínar skákir fimm að tölu á Þriðjudagsmótinu þann 25. janúar en það mátti þó ekki tæpara standa, þrír af fimm vinningum komu í hús í strembnum endatöflum. Karpov talaði um að það fyrsta sem aður ætti að stúdera í skák væru peðsendatöfl. Það er ályktun mótshaldara að það sé alveg hárrétt. Næstur í röðinni með fjóra ...

Lesa meira »

Eiríkur hafði sigur á Þriðjudagsmóti

SONY DSC

Ekki var fjölmenninu fyrir að fara á síðasta Þriðjudagsmóti enda tiltölulega nýbúið að herða sóttvarnarreglur og vafalaust einhverjir með of hraðan hjartslátt enn, eftir æsilegan sigur Íslendinga á Ungverjalandi á EM í handbolta, klukkustund fyrr. (Gott ráð við slíku er bara að læra teóríuna í Berlinarmúrsafbrigðinu í Spænskum leik. Ef rifjaðir eru upp í huganum u.þ.b. fyrstu 15 leikina í ...

Lesa meira »

Gauti Páll með þriðjudagstvennu!

Gauti og Björgvin juli 2021 Raun

Gauti Páll nældi sér í þriðjudagstvennu, með sigri tvær vikur í röð, en öllu var því tæpara í þetta skiptið. Mótið fór fram þann 11. janúar síðastiðinn. Hentug úrslit á borðunum í kring fyrir hann í lokaumferðunum tryggðu sigurinn, en Gauti tapaði í miðju móti gegn hinum skeinuhætta Halldóri Kristjánssyni. Gauti vann aðra andstæðinga sína og fékk því fjóra vinninga ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

tr

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með ...

Lesa meira »

Gauti Páll byrjar vel á fyrsta Þriðjudagsmóti ársins 2022!

svgpj

Gauti Páll Jónsson byrjaði vel á fyrsta Þriðjudagsmóti ársins og lagða alla andstæðinga sína fimm að tölu. Gauti, ásamt Hjálmari Sigurvaldasyni fá inneign í Skákbúðina fyrir árangurinn, en Hjálmar lenti í öðru sæti, með bestan árangur miðað við stig, og 3.5 vinning. Það var fámennt en góðmennt þann 4. janúar, kannski eðlilega, en það góða við þriðjudagsmótin er að þau ...

Lesa meira »

Vignir varði titilinn í Jólahraðskákinni!

jolahradskak2021

Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson hitaði upp fyrir alþjóðlegt mót í Írlandi með því að vinna öruggan sigur á Jólahraðskákmóti TR 2021. Raunar varði hann titilinn frá því í fyrra, en mótið er eitt af þessum gömlu TR mótum sem er alltaf á sínum stað og fer ekki neitt í bráð! Fyrst haldið árið 1961, og hafa ýmsir valinkunnir menn ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

þriðjudagur

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með ...

Lesa meira »

Jólakveðja frá Taflfélagi Reykjavíkur

jolakerti

Taflfélag Reykjavíkur sendir jólakveðjur til skákmanna nær og fjær, með þökk fyrir þátttökuna í mótahaldi og æfingum félagsins á árinu sem nú er að líða. Tvö mót verða í Taflfélaginu milli jóla og nýjárs: Atskákmót Íslands 27.-28. desember Jólahraðskákmótið 30. desember Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 16. janúar, og teflt verður tvisvar í viku, á sunnudögum og miðvikudögum. Mótið verður auglýst ...

Lesa meira »

Jólahraðskákmót TR fimmtudaginn 30. desember

þriðjudagur

Jólahraðskákmót TR fer fram fimmtudagskvöldið 30. desember klukkan 18:30. Tefldar verða 11. umferðir með tímamörkunum 3+2. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Þáttökugjöld: 1000 krónur, ókeypis fyrir 17 ára og yngri og alþjóðlega- og stórmeistara. Núverandi Jólameistari TR er Vignir Vatnar Stefánsson. Skráning fer fram á netinu, en hægt er að skrá sig í gula kassanum á skak.is. Aðeins er tekið ...

Lesa meira »

Atskákmót Íslands 27.-28. desember í TR

þriðjudagur

Atskákmót Íslands fer fram mánudaginn 27. desember og þriðjudaginn 28. desember klukkan 18:30. Mótið verður haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, 108 Reykjavík. Fyrstu fimm skákirnar verða tefldar á mánudagskvöldinu, og seinni fjórar á þriðjudagskvöldinu.  Tefldar verða 9 skákir með tímamörkunum 10+5. Skráning fer fram á netinu, en hægt er að skrá sig í gula kassanum á skak.is. Aðeins er ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót í kvöld fellur niður

þriðjudagur

Vegna hertra sóttvarnarreglna og uppgangs faraldursins hefur verið ákveðið að fella niður Þriðjudagsmót sem vera átti í kvöld. Skýrt verður frá hvernig staðið verður að mótahaldi á vegum TR á milli jóla og nýárs og í byrjun janúar, eftir fund stjórnar annað kvöld.

Lesa meira »

Ólafur Thorsson sigraði á Þriðjudagsmóti

TR Rapid 14des Nota

Á þriðja tug skákmanna mættu á Þríðjudagsmót vikunnar, þar á meðal nokkrir sem hafa ekki sést á hliðstæðu móti í Skákhöllinni í Faxafeni um hríð. Teflt var í annað sinn með nýjum tímamörkum; þ.e. 10 mín. með fimm sekúndna viðbótartíma og fimm umferðum (í stað 15:5 og fjórum umferðum). Úrslit urðu eftir sem áður „eftir bókinni“ og Ólafur B. Thorsson, ...

Lesa meira »

Adam Omarsson sigurvegari Bikarsyrpa II 2021-2022

IMG_1751

  Helgina 10-12 desember fór fram II Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur á tímabilinu 2021-22. Skráningin í mótið fór frekar hægt af stað en tók síðan við sér og var keppendalistinn að taka á sig mynd allt fram á síðustu mínútu. Mikil endurnýjun var á keppendalistanum frá síðasta móti og voru margir að taka sýn fyrstu skref við skák skriftirnar. Fyrir þó ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar með fullt hús á 2000 hraðskákmótinu

IMG_7914

Vignir Vatnar var öruggur sigurvegari á hinu nyja 2000 hraðskákmóti sem fram fór 8. des. Vignir vann allar níu skákirnar og var einungis í taphættu í einni skák. Næstu menn voru Marinko Gavran og Björgvin Schram Ívarsson en þeir hlutu 7 vinn. en Marinko varð hærri á oddastigum. Þátttakan var góð eða 49 keppendur en vegna sóttvarnarreglna máttu ekki fleiri taka ...

Lesa meira »

Gauti Páll með fullt hús á Þriðjudagsmóti

svgpj

14 skákmátar mættu til leiks á Þriðjudagsmót þann 7. desember og sátust að skák og mátuðu menn með látum. Gauti Páll Jónsson vann mótið nokkuð örugglega með fimm vinningum af fimm, en nú var prófað að fjölga um eina umferð og stytta tímamörkin úr 15/5 í 10/5. Þorsteinn Jakob Þorsteinsson var heldur stigalágur í atskák miðað við styrk og fékk ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

tr

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með ...

Lesa meira »

2000-Hraðskákmótið þann 8. desember

U2000_banner2

2000-Hraðskákmótið verður haldið miðvikudaginn 8. desember næstkomandi klukkan 18:30. Mótið er opið öllum og á sama tíma verður einnig verðlaunaafhending fyrir bæði Y-2000 og U-2000 mótið. Ókeypis þáttaka er í mótið. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Tímamörk eru 3 min. + 2 sek. Gott er að mæta allavega klukkan 18:15 og staðfesta skráningu hjá skákstjóra, svo mótið geti hafist stundvíslega ...

Lesa meira »

Jólaæfing í byrjendaflokki og stúlknaflokki var í dag!

jol_stulkur_2021

Jólaskákæfing stúlkna, síðasta æfingin fyrir jól, fór fram í morgun. 7 flottar skákstelpur mættu tilbúnar í skemmtilegheit dagsins. Æfingin var svohljóðandi: fyrst samvinna að leysa 9 þrautir sem byggðust á byrjanagildrum, þar sem leppanir og gafflar í bland við kæfingamát og opna h-línu voru í aðalhlutverki. Jólaleg hressing með rauðum drykk og rauðu innpökkuðu súkkulaðikexi. Því næst var svo skákboðhlaupið ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa II (10-12 des)

BikarsyrpanBanner_generic

Helgina 10-12 desember fer fram næsta mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er annað mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2021-22. Tefldar verða 7 kappskákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur, Faxfeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til ...

Lesa meira »