Viðeyjarmótið á laugardaginn, skráning hafin!



videyjarstofa

Taflfélag Reykjavíkur heldur skákmót í Viðeyjarstofu í samstarfi við Eldingu og Borgarsögusafn laugardaginn 9. júlí kl. 13. Mótið er opið öllum áhugasömum og þátttaka ókeypis en greiða þarf í ferjuna.

Þetta verður annað sinn sem mótið verður haldið. Í fyrra urðu Davíð Kjartansson og Ingvar þór Jóhannesson efstir.

Frétt mótsins í fyrra  

Tefldar verða 9. umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur á mann og 2 sekúndur á leik) og mótið er opið öllum. Teflt verður á annarri hæð Viðeyjarstofu. Hægt er að kynna sér siglingar viðeyjarferjunnar hér.

Eftir 5. umferðir verður gert hlé á taflmennsku en þess má geta að glæsileg veitingasala er í Viðeyjarstofu.

Ekkert þátttökugjald er í mótið, en það þarf að borga sig inn í ferjuna til Viðeyjar:

Gjald í ferjuna fram og til baka eru 1.950 kr. fyrir fullorðna og 975 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt. Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og handhafar Gestakortsins (Citycard.is) sigla frítt. Þátttakendur er hvattir til að kaupa miða á elding.is.

Ferjan fer til að mynda samkæmt áætlun til Viðeyjar klukkan 12:15.

 

Hámarks keppendafjöldi er 50.

Verðlaun í mótinu:

  1. 15.000kr
  2. 10.000kr
  3. 5000kr

Skráningarform 

Þegar skráðir keppendur 

Oddastig í mótinu:

1.      Bucholz -1

2.      Bucholz

3.      Sonneborn-Berger

4.      Innbyrðis úrslit