Nýr stigalisti – Örn Leó hækkar mest



Nýr stigalisti íslenskra skákstiga kom út á dögunum.  Góður árangur TR-inga kemur þar berlega í ljós því hinn ungi, Örn Leó Jóhannsson, hækkar mest allra á milli lista, eða um heil 145 Elo-stig.  Örn er nú kominn með 1775 stig og á að auki inni töluverða hækkun frá Opna Reykjavíkur mótinu og mun fara vel yfir 1800 stigin þegar sú hækkun verður reiknuð inn.

Þá var Páll S. Andrason virkastur allra með 21 reiknaða skák og hækkar hann um 25 stig og stendur nú í 1645.  Birkir Karl Sigurðsson var með 17 skákir og hækkar um 15 stig og stendur í 1435.  Eiríkur Örn Brynjarsson hækkar um 15 stig og stendur í 1620.

Þá á T.R. einn nýliða á listanum, Jon Olav Fivelstad, sem kemur inn með 1715 stig.

Stigahæstur TR-inga er Margeir Pétursson (2600) en næstir koma Friðrik Ólafsson (2510) og Helgi Áss Grétarsson (2500).

  • Listinn