Gauti Páll sigraði á fjömennasta Þriðjudagsmótinu hingað til



Ekki stóð þátttökumetið frá þriðjudeginum 15. mars lengi; það var slegið strax á næsta móti 22. mars, þegar 34 settust að tafli. Þar á meðal voru einir fimm sigurvegarar fyrri móta og flestir þeirra tóku einnig þátt í baráttunni um fyrsta sætið að þessu sinni. Þeir fyrri sigurvegarar sem tóku minni þátt höfðu þó áhrif á toppbaráttuna. Þannig gerði t.d. Björgvin Ívarsson Schram jafntefli bæði við Ólaf og Gauta Pál. Það leiddi til þess að fyrir síðustu umferð var Magnús Pálmi Örnólfsson einn efstur með fullt hús en þeir Ólafur og Gauti voru með 3½ vinning. Svo fór að Gauti Páll lagði Magnús Pálma í líflegri skák í síðustu umferð. TR22mars_Sk

Þeir Gauti og Ólafur urðu efstir og jafnir með 4½ vinning en Gauti aðeins hærri á stigum. Gauti Páll telst því sigurvegari mótsins. Hann fær úttektina hjá Skákbúðinni en einnig Haraldur Þórarinsson sem er ekki kominn með stig enn en var með frammistöðu upp á 1657, hvorki meira né minna.

Öll úrslit og stöðu mótsins má annars nálgast hér á chess-results.

Næsta Þriðjudagsmót verður 29. mars, klukkan 19:30 stundvíslega í félagsheimili TR, Faxafeni 12.