Author Archives: Eiríkur K. Björnsson

Eiríkur hafði sigur á Þriðjudagsmóti

EKB_2011minni

Eiríkur K. Björnsson bar sigur úr býtum á Þriðjudagsmóti vikunnar en Arnar Ingi Njarðarson náði ekki að fylgja eftir góðum árangri á síðustu tveimur mótum og krækja sér í Þriðjudagsþrennuna. Reyndar kom Eiríkur þar hvergi nærri; Arnar tapaði í fyrstu umferð fyrir Aroni Ellert Þorsteinssyni og náði sér ekki á strik eftir það. Feðgarnir Brynjar Bjarkason og Örvar Hólm Brynjarsson ...

Lesa meira »

Arnar Ingi Njarðarson með annan sigur á Þriðjudagsmóti

Tuesday R 12 oct

Þriðjudagsmót vikunnar var haldið við dáítið óvenjulegar aðstæður að þessu sinni. Vegna Reykjavíkurmóts grunnskólasveita í salarkynnum TR, var haldið yfir í húsnæði Skáksambands Íslands. Líf og fjör var auðvitað í húsnæðinu og þar að auki höfðu mótsþátttakendur líka aðgang, þeir sem vildu, að dásemdum Birnukaffis. Mótið varð spennandi og sviptingar á toppi sem á botni en Arnar Ingi Njarðarson lét ...

Lesa meira »

Arnar Ingi Njarðarson með sannfærandi sigur á Þriðjudagsmóti

AIN og Helgi br

Arnar Ingi Njarðarson stóð uppi sem sigurvegari á Þriðjudagsmóti vikunnar, enda eini taplausi maðurinn á mótinu. Arnar tefldi hreina úrslitaskák við Helga Hauksson í síðustu umferð en þeir félagar höfðu báðir lagt að velli stigahæstu menn mótsins (Björgvin Scram og Aron Ellert) í umferðinni á undan . Eftir nokkrar sviptingar í úrslitaskákinni náði Arnar að nýta sér alvarlega veikleika hjá ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar með fullt hús á Þriðjudagsmóti

VignarVatnar

Vignir Vatnar Stefánsson kom, sá og sigraði á Þriðjudagsmóti vikunnar. Vignir sem situr nú í 2. sæti á Haustmóti TR, gaf engin færi á sér og sigldi sigrinum í höfn af öryggi og staðfestu. Þriðjudagsmótin hafa öðru hverju alþjóðlegt yfirbragð og í öðru sæti að þessu sinni varð Bandaríkjamaðurinn Michael Bogaty en jafnir honum að vinningum en lægri á stigum ...

Lesa meira »

Eiríkur Björnsson hafði sigur á Þriðjudagsmóti

EKB_TR III

Með dálitlu þolgæði, núvitund og töluverðri heppni varð Eiríkur K. Björnsson hlutskarpastur á Þriðjudagsmóti vikunnar og skaust fram fyrir sigurvegara undangenginna móta, þá Gauta Pál Jónsson og Kristján Dag Jónsson. Reyndar var það Gauti sem sá um að minnka möguleika Kristjáns á því að endurtaka afrekið frá vikunni áður með sigri á þeim síðarnefnda í 3. umferð, á meðan Eiríkur ...

Lesa meira »

Gauti Páll sigurvegari á vel sóttu Þriðjudagsmóti

Gauti og Björgvin juli 2021 Raun

Þeir Gauti Páll Jónsson og Björgvin Víglundsson gáfu engin grið í fyrstu umferðunum á síðasta Þriðjudagsmóti og tefldu þar af leiðandi úrslitaskák í síðustu umferð. Þar hafði sá fyrrnefndi sigur á fjölmennu móti (svona miðað við árstíma) og hefur nú unnið tvö mót í röð á þriðjudegi í TR. Í öðru sæti varð svo Björgvin Víglundsson sem varð efstur á ...

Lesa meira »

Björgvin Víglundsson aftur sigurvegari á Þriðjudagsmóti

bv

Björgvin Víglundsson hefur nú unnið tvö mót í röð á þriðjudegi í TR. Ekki urðu þó rothöggin fjögur eins á mótinu í vikunni á undan; Björgvin og Guðni Stefán Pétursson gerðu jafntefli í toppslagnum í síðustu umferð en Björgvin varð ofar Guðna á stigum. Í þriðja sæti á vel skipuðu móti kom síðan Gauti Páll Jónsson. Stigahástökkvarinn að þessu sinni ...

Lesa meira »

Björgvin Ívarsson Schram sigurvegari á Þriðjudagsmóti

BjörgvinSchram3

Það voru ferskir skákmenn sem börðust um fyrsta sætið á Þriðjudagsmótinu í TR 25. maí síðastliðinn. Skák á það sammerkt með knattspyrnu og öðrum merkilegum íþróttagreinum að þar þarf margt að ganga upp í hvert sinn, óháð afrekum fyrri tíma og það þýðir að svokölluð óvænt úrslit eru hluti af leiknum (úrslitin eru reyndar oft óvæntari fyrir þá sem tapa ...

Lesa meira »

Sigurður Freyr Jónatansson sigurvegari á tvísýnu Þriðjudagsmóti

SigFreyr2

Sigurður Freyr Jónatansson varð hlutskarpastur á fyrsta Þriðjudagsmóti TR í maímánuði. Fyrir síðustu umferð áttu fjórir möguleika á fyrsta sætinu en Sigurður þó með hálfs vinnings forskot en hann hafði bara misst niður hálfan vinnig gegn Helga Haukssyni sem endaði síðan í 2. sæti. Helgi varð reyndar stigahástökkvari mótsins í leiðinni. Önnur úrslit og lokastöðu má annars sjá hér. Næsta ...

Lesa meira »

Arnljótur Sigurðsson öruggur sigurvegari á Þriðjudagsmóti

ArnljoturSigMars2021_2

Arnljótur Sigurðsson nýtti tímann vel á Þriðjudagsmóti í síðustu viku og lét ekki efnishyggjuna ná tökum á sér, frekar en fyrri daginn. Ef litið var á skákir hans, þegar nokkuð var liðið á, var hann yfirleitt með mun minni tíma og peði eða tveimur undir í nokkuð tvísýnum stöðum. Alltaf reyndust þó bætur meira en nógar, því hann vann allar ...

Lesa meira »

Spennandi barátta á Þriðjudagsmóti – um 2. sætið…

09mars2021

Ekki varð stórkostleg barátta um efsta sætið á Þriðjudagsmóti vikunnar hjá TR. Vignir Vatnar Stefánsson gaf engin grið og vann mótið með traustri taflmennsku í öllum umferðum. Spennan varð aftur á móti því meiri um 2. sætið en á því áttu einir fimm skákmenn möguleika fyrir síðustu umferð. Magnús Már Pálsson var efstur þeirra en átti eftir að tefla við ...

Lesa meira »

Gauti Páll sigurvegari á spennandi Þriðjudagsmóti

GautiogVignir 1

Þeim Vigni Vatnari Stefánssyni og Gauta Pál Jónssyni hefur vegnað vel á Þriðjudagsmótum og það var því að vonum að þeir tefldu hreina úrslitaskák í síðustu umferð á líflegu móti síðasta þriðjudag. Áður hafði Gauti lagt Torfa Leósson, öruggan sigurvegara Þriðjudagsmótsins vikuna áður, í 3. umferð. Skák þeirra Vignis og Gauta hófst á Bird’s byrjun sem varð að Froms Gambít ...

Lesa meira »

Gauti Páll sigraði á Þriðjudagsmóti

Gauti Páll ákveðinn í við upphaf síðustu umferðar.

Á vel sóttu Þríðjudagsmóti þ. 9. febrúar hafði Gauti Páll Jónsson sigur eftir að hafa lagt Eirík K. Björnsson í hreinni úrslitaskák í síðustu umferð. Í 2. – 3. sæti urðu síðan Eiríkur og stigahástökkvari mótsins, Halldór Kristjánsson. Ein afleiðing af lengri umhugsunartíma í atskákum (samanborið við hraðskák) og ríflegri viðbótartíma, er að í hverri umferð má yfirleitt sjá athyglisverð ...

Lesa meira »

Jon Olav Fivelstad með fullt hús á Þriðjudagsmóti Skákdagsins

JOlav2

Á annan tug skákmanna tók þátt í Þriðjudagsmóti á sjálfum afmælisdegi TRingsins Friðriks Ólafssonar; skákdeginum 26. janúar. Þeir Jon Olav Fivelstad og Helgi Hauksson lögðu alla andstæðinga sína í fyrstu þremur umferðunum, voru efstir og jafnir og tefldu hreina úrslitakskák. Jon Olav var með betra allan tímann en Helgi slapp út í erfitt hróksendatafl. Jon Olav sýndi norska Carlsenseiglu og ...

Lesa meira »

Gauti Páll sigraði á spennandi Þriðjudagsmóti

gpjstrandir

Þeir Gauti Páll Jónsson og Arnljótur Sigurðsson efndu til tveggja manna spretthlaups um efsta sætið á þriðjudagsmóti TR. Þeir voru tveir efstir og jafnir fyrir lokaumferð og tefldu spennandi úrslitaskák. Upp kom staða með drottningum og mislitum biskupum. Í þannig stöðum ræður kóngsstaðan yfirleitt úrslitum og vindar gnauðuðu heldur meira í kringum kóng Arnljóts og svo fór að Gauti sigldi ...

Lesa meira »

Eiríkur vann en Hörður stigahástökkvari á Þriðjudagsmóti

Hörður-Jónasson

Eiríkur K. Björnsson sem jafnframt var skákstjóri náði að verða efstur á þriðjudagsmóti daginn fyrir þjóðhátíðardaginn. Þrír voru hins vegar í öðru sæti með 3 vinninga; efstur þeirra var stigahástökkvari mótsins Hörður Jónasson en hann hækkaði um tæp 30 stig fyrir frammistöðuna. Helgi Hauksson kom þar á eftir og loks fulltrúi vaskra Breiðabliksmanna, Matthías Björgvin Kjartansson. Gott mót hjá Matthíasi; ...

Lesa meira »

Oddgeir öruggur sigurvegari á Þriðjudagsmóti TR í gær

Einbeitingin alger hjá Oddgeiri og Log Sigurðarson  í þriðju umferð

Selfyssingurinn knái, Oddgeir Ottesen, lét sig ekki muna um að vinna allar sínar skákir á Þriðjudagsmóti TR í gær. Hann stóð að vísu tæpt á tímabili í skák sinni við Sigurð Frey í 2. umferð en sneri taflinu sér í vil í flóknu endatafli. Oddgeir nýtti tímann við borðið annars afbragðsvel; í öllum umferðum lauk hans skákum síðast og þar ...

Lesa meira »

Aasef með fullt hús í annað sinn í röð á atskákmóti TR

aasef

Fámenn mót eða fjölmenn, sterk eða minna sterk; Aasef Alashtar skeytir ekkert um það og vinnur bara. Í annað sinn í röð náði Aasef fullu húsi á vel skipuðu þriðjudagsmóti í Skákhöllinni. Það er ekki gott að lenda í verra endatafli gegn honum eins og skákstjórinn fann á eigin skinni. Af öryggi og með því að nýta tímann vel, sigldi ...

Lesa meira »