Gauti Páll vann á fjölmennu Þriðjudagsmóti



Þrír tugir skákmanna öttu kappi á Þriðjudagsmóti í síðustu viku. Gauti Páll Jónsson var stigahæstur keppenda að þessu sinni og urðu ekki á nein mistök. Hann sigldi vinningum í höfn af öryggi og var ekki að efna til neinna óláta á skákborðinu að þessu sinni. Fyrir síðustu umferð voru svo mikið sem átta manns með möguleika á sigri í mótinu, þeirra á meðal voru þeir Héðinn Briem og Ísak Norðfjörð. Sá fyrrnefndi varð síðan í öðru sæti, efstur á stigum af þremur með fjóra vinninga en sá síðarnefndi hreppti hins vegar verðlaunin fyrir bestan árangur skv. frammistöðustigum. Þetta var síðasta mótið í september og næst verður tekist á, á þriðjudaginn 4. október.

20220927_203739_HDR

Öll úrslit og stöðu Þriðjudagsmótsins má nálgast hér á chess-results.

Mótið hefst, eins og jafnan, stundvíslega klukkan 19:30, í Skákhöll TR í Faxafeni. Fimm umferðir; 10 mínútur og 5 sekúndna viðbótartími.