Eiríkur sigraði á fimmtudagsmótiEiríkur Björnsson sigraði á fimmtudagsmóti gærkvöldsins en tefldar voru 2×7 umferðir með fimm mínútna umhugsunartíma.  Eiríkur hlaut 11,5 vinning en fast á hæla hans kom annar TR-ingur, og ekki síður efnilegur, Þórir Benediktsson með 11 vinninga.  Þriðji var svo hinn ungi Hellisbúi, Helgi Brynjarsson með 8 vinninga, en hann er á mikilli siglingu þessa dagana þó svo að hann hafi ekki átt roð í hina reyndu TR menn þetta kvöldið.

Heildarúrslit:

Place Name Feder Rtg Loc Score M-Buch. Buch. Progr.

1 Eiríkur Björnsson, 11.5 39.0 44.5 46.5
2 Þórir Benediktsson, 11 39.5 45.0 39.0
3 Helgi Brynjarsson, 8 42.5 48.0 37.5
4 Jon Olav Fivelstad, 7 43.5 49.0 32.5
5-6 Sverrir Sigurðsson, 6.5 44.0 49.5 26.0
Geir Guðbrandsson, 6.5 44.0 49.5 21.5
7 Kristján Örn Elíasson, 4.5 44.0 51.5 20.0
8 Pétur Axel Pétursson, 1 44.0 55.0 1.0