Author Archives: Eiríkur K. Björnsson

Eiríkur sigraði á Þriðjudagsmóti

SONY DSC

Rétt tæplega 20 skákmenn skeyttu ekkert um veðurblíðu (svona sæmilega miðað við veturinn) né Meistaradeild í fótbolta og settust að tafli í TR síðastliðinn þriðjudag. Að þessu sinni tók skákstjóri þátt eins og gjarnan er, þegar stendur á stöku, og vann allar skákirnar fimm. Svo bar við að upp kom sama vörnin í öllum umferðum hjá honum; Kóngsindversk vörn. Tvær ...

Lesa meira »

Toppbarátta titilhafa á Þriðjudagsmóti

20220405_222024 Sk

Þátttaka var aðeins minni á Þriðjudagsmóti síðustu viku en undanfarið, enda mikið í gangi í skáklífinu um þessar mundir. Fjöldinn er þó ekki allt og að þessu sinni var efri helmingur mótsins öllu sterkari en stundum áður. Ásamt nokkrum sigurvegurum mótanna í vetur mættu þeir Vignir Vatnar Stefánsson og Hilmir Freyr Heimisson galvaskir eftir (að því er virtist) vænan skammt ...

Lesa meira »

Gauti Páll sigraði á fjömennasta Þriðjudagsmótinu hingað til

20220322_220707_HDR Toppur Sk

Ekki stóð þátttökumetið frá þriðjudeginum 15. mars lengi; það var slegið strax á næsta móti 22. mars, þegar 34 settust að tafli. Þar á meðal voru einir fimm sigurvegarar fyrri móta og flestir þeirra tóku einnig þátt í baráttunni um fyrsta sætið að þessu sinni. Þeir fyrri sigurvegarar sem tóku minni þátt höfðu þó áhrif á toppbaráttuna. Þannig gerði t.d. Björgvin ...

Lesa meira »

Kristófer Orri Guðmundsson með Þriðjudagsþrennu!

KoG nr 2 Skorin

Nú er að koma í ljós að skákstjórar Þriðjudagsmóta eru uppteknir menn um þessar mundir enda fjallar þessi pistill um þrjú Þriðjudagsmót í einu! Það fyrsta fór fram 8. febrúar og varð upphafið að því að Gauti Páll Jónsson er ekki lengur einn um að hafa unnið Þriðjudagsþrennuna. Hann tapaði í úrslitaskák í 4. umferð fyrsta mótsins fyrir Kristófer Orra ...

Lesa meira »

Gauti Páll (aftur) með Þriðjudagstvennu

Gauti Feb V22

Gauti Páll Jónsson er, eins og kunnugt er mikill áhugamaður um uppgang atskákar. Ekki er hægt að segja annað en að hann fari á undan með góðu fordæmi, bæði að því er varðar skákmótahald en ekki síður þátttöku og árangri. Hann vann Þriðjudagsmót síðustu viku örugglega og lét hvorki þá sem næstir honum stóðu að stigum né aðrar vonarstjörnur stöðva ...

Lesa meira »

Eiríkur hafði sigur á Þriðjudagsmóti

SONY DSC

Ekki var fjölmenninu fyrir að fara á síðasta Þriðjudagsmóti enda tiltölulega nýbúið að herða sóttvarnarreglur og vafalaust einhverjir með of hraðan hjartslátt enn, eftir æsilegan sigur Íslendinga á Ungverjalandi á EM í handbolta, klukkustund fyrr. (Gott ráð við slíku er bara að læra teóríuna í Berlinarmúrsafbrigðinu í Spænskum leik. Ef rifjaðir eru upp í huganum u.þ.b. fyrstu 15 leikina í ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót í kvöld fellur niður

rvkmotgrsksv-620x330

Vegna hertra sóttvarnarreglna og uppgangs faraldursins hefur verið ákveðið að fella niður Þriðjudagsmót sem vera átti í kvöld. Skýrt verður frá hvernig staðið verður að mótahaldi á vegum TR á milli jóla og nýárs og í byrjun janúar, eftir fund stjórnar annað kvöld.

Lesa meira »

Ólafur Thorsson sigraði á Þriðjudagsmóti

TR Rapid 14des Nota

Á þriðja tug skákmanna mættu á Þríðjudagsmót vikunnar, þar á meðal nokkrir sem hafa ekki sést á hliðstæðu móti í Skákhöllinni í Faxafeni um hríð. Teflt var í annað sinn með nýjum tímamörkum; þ.e. 10 mín. með fimm sekúndna viðbótartíma og fimm umferðum (í stað 15:5 og fjórum umferðum). Úrslit urðu eftir sem áður „eftir bókinni“ og Ólafur B. Thorsson, ...

Lesa meira »

Torfi með sigur á Þriðjudagsmóti

Torfi  L

Þriðja Þriðjudagsmót nóvembermánaðar fór fram síðastliðinn þriðjudag og hafði Torfi Leósson þar sigur. Í öðru sæti varð Helgi Hauksson sem varð jafn Torfa að vinningum en lægri á stigum. Eiríkur K. Björnsson náði að hefla hálfan vinning af báðum í næstsíðustu og síðustu umferð. Menn fara hins vegar ekki langt á að gera mörg jafntefli á Þriðjudagsmótum og seig toppáhrifavaldurinn ...

Lesa meira »

Daði öruggur á Þriðjudagsmóti

Dadiofl_breytt

Fyrsta Þriðjudagsmót nóvembermánaðar fór fram síðastliðinn þriðjudag og var öflugt og hart barist. Stigahæstu menn voru þeir Daði Ómarsson og Einar Kristinn Einarsson og það var að vonum að þeir tefldu úrslitaskákina í síðustu umferð. Reyndar var Daði þá með fullt hús en Einar hafði gert jafntefli við Gauta Pál Jónsson í umferðinni á undan. Svo fór að Daði sigldi ...

Lesa meira »

Eiríkur hafði sigur á Þriðjudagsmóti

EKB_2011minni

Eiríkur K. Björnsson bar sigur úr býtum á Þriðjudagsmóti vikunnar en Arnar Ingi Njarðarson náði ekki að fylgja eftir góðum árangri á síðustu tveimur mótum og krækja sér í Þriðjudagsþrennuna. Reyndar kom Eiríkur þar hvergi nærri; Arnar tapaði í fyrstu umferð fyrir Aroni Ellert Þorsteinssyni og náði sér ekki á strik eftir það. Feðgarnir Brynjar Bjarkason og Örvar Hólm Brynjarsson ...

Lesa meira »

Arnar Ingi Njarðarson með annan sigur á Þriðjudagsmóti

Tuesday R 12 oct

Þriðjudagsmót vikunnar var haldið við dáítið óvenjulegar aðstæður að þessu sinni. Vegna Reykjavíkurmóts grunnskólasveita í salarkynnum TR, var haldið yfir í húsnæði Skáksambands Íslands. Líf og fjör var auðvitað í húsnæðinu og þar að auki höfðu mótsþátttakendur líka aðgang, þeir sem vildu, að dásemdum Birnukaffis. Mótið varð spennandi og sviptingar á toppi sem á botni en Arnar Ingi Njarðarson lét ...

Lesa meira »

Arnar Ingi Njarðarson með sannfærandi sigur á Þriðjudagsmóti

AIN og Helgi br

Arnar Ingi Njarðarson stóð uppi sem sigurvegari á Þriðjudagsmóti vikunnar, enda eini taplausi maðurinn á mótinu. Arnar tefldi hreina úrslitaskák við Helga Hauksson í síðustu umferð en þeir félagar höfðu báðir lagt að velli stigahæstu menn mótsins (Björgvin Scram og Aron Ellert) í umferðinni á undan . Eftir nokkrar sviptingar í úrslitaskákinni náði Arnar að nýta sér alvarlega veikleika hjá ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar með fullt hús á Þriðjudagsmóti

VignarVatnar

Vignir Vatnar Stefánsson kom, sá og sigraði á Þriðjudagsmóti vikunnar. Vignir sem situr nú í 2. sæti á Haustmóti TR, gaf engin færi á sér og sigldi sigrinum í höfn af öryggi og staðfestu. Þriðjudagsmótin hafa öðru hverju alþjóðlegt yfirbragð og í öðru sæti að þessu sinni varð Bandaríkjamaðurinn Michael Bogaty en jafnir honum að vinningum en lægri á stigum ...

Lesa meira »

Eiríkur Björnsson hafði sigur á Þriðjudagsmóti

EKB_TR III

Með dálitlu þolgæði, núvitund og töluverðri heppni varð Eiríkur K. Björnsson hlutskarpastur á Þriðjudagsmóti vikunnar og skaust fram fyrir sigurvegara undangenginna móta, þá Gauta Pál Jónsson og Kristján Dag Jónsson. Reyndar var það Gauti sem sá um að minnka möguleika Kristjáns á því að endurtaka afrekið frá vikunni áður með sigri á þeim síðarnefnda í 3. umferð, á meðan Eiríkur ...

Lesa meira »

Gauti Páll sigurvegari á vel sóttu Þriðjudagsmóti

Gauti og Björgvin juli 2021 Raun

Þeir Gauti Páll Jónsson og Björgvin Víglundsson gáfu engin grið í fyrstu umferðunum á síðasta Þriðjudagsmóti og tefldu þar af leiðandi úrslitaskák í síðustu umferð. Þar hafði sá fyrrnefndi sigur á fjölmennu móti (svona miðað við árstíma) og hefur nú unnið tvö mót í röð á þriðjudegi í TR. Í öðru sæti varð svo Björgvin Víglundsson sem varð efstur á ...

Lesa meira »

Björgvin Víglundsson aftur sigurvegari á Þriðjudagsmóti

bv

Björgvin Víglundsson hefur nú unnið tvö mót í röð á þriðjudegi í TR. Ekki urðu þó rothöggin fjögur eins á mótinu í vikunni á undan; Björgvin og Guðni Stefán Pétursson gerðu jafntefli í toppslagnum í síðustu umferð en Björgvin varð ofar Guðna á stigum. Í þriðja sæti á vel skipuðu móti kom síðan Gauti Páll Jónsson. Stigahástökkvarinn að þessu sinni ...

Lesa meira »

Björgvin Ívarsson Schram sigurvegari á Þriðjudagsmóti

BjörgvinSchram3

Það voru ferskir skákmenn sem börðust um fyrsta sætið á Þriðjudagsmótinu í TR 25. maí síðastliðinn. Skák á það sammerkt með knattspyrnu og öðrum merkilegum íþróttagreinum að þar þarf margt að ganga upp í hvert sinn, óháð afrekum fyrri tíma og það þýðir að svokölluð óvænt úrslit eru hluti af leiknum (úrslitin eru reyndar oft óvæntari fyrir þá sem tapa ...

Lesa meira »

Sigurður Freyr Jónatansson sigurvegari á tvísýnu Þriðjudagsmóti

SigFreyr2

Sigurður Freyr Jónatansson varð hlutskarpastur á fyrsta Þriðjudagsmóti TR í maímánuði. Fyrir síðustu umferð áttu fjórir möguleika á fyrsta sætinu en Sigurður þó með hálfs vinnings forskot en hann hafði bara misst niður hálfan vinnig gegn Helga Haukssyni sem endaði síðan í 2. sæti. Helgi varð reyndar stigahástökkvari mótsins í leiðinni. Önnur úrslit og lokastöðu má annars sjá hér. Næsta ...

Lesa meira »

Arnljótur Sigurðsson öruggur sigurvegari á Þriðjudagsmóti

ArnljoturSigMars2021_2

Arnljótur Sigurðsson nýtti tímann vel á Þriðjudagsmóti í síðustu viku og lét ekki efnishyggjuna ná tökum á sér, frekar en fyrri daginn. Ef litið var á skákir hans, þegar nokkuð var liðið á, var hann yfirleitt með mun minni tíma og peði eða tveimur undir í nokkuð tvísýnum stöðum. Alltaf reyndust þó bætur meira en nógar, því hann vann allar ...

Lesa meira »