Eiríkur Björnsson hafði sigur á Þriðjudagsmóti



Með dálitlu þolgæði, núvitund og töluverðri heppni varð Eiríkur K. Björnsson hlutskarpastur á Þriðjudagsmóti vikunnar og skaust fram fyrir sigurvegara undangenginna móta, þá Gauta Pál Jónsson og Kristján Dag Jónsson. Reyndar var það Gauti sem sá um að minnka möguleika Kristjáns á því að endurtaka afrekið frá vikunni áður með sigri á þeim síðarnefnda í 3. umferð, á meðan Eiríkur hafði betur gegn Aðalsteini Thorarensen sem náði þó 3. sætinu. Áðurnefndur Kristján varð þó hlutskarpastur í frammistöðustigum (e. performance rating) og uppskáru því bæði Eiríkur og Kristján inneign í Skákbúðinni í verðlaun.
Öll úrslit og stöðu mótsins má nálgast á chess-results.
Næsta Þriðjudagsmót verður 21. september næstkomandi klukkan 19:30 í félagsheimili TR, Faxafeni 12.