Gauti Páll (aftur) með Þriðjudagstvennu



Gauti Páll Jónsson er, eins og kunnugt er mikill áhugamaður um uppgang atskákar. Ekki er hægt að segja annað en að hann fari á undan með góðu fordæmi, bæði að því er varðar skákmótahald en ekki síður þátttöku og árangri. Hann vann Þriðjudagsmót síðustu viku örugglega og lét hvorki þá sem næstir honum stóðu að stigum né aðrar vonarstjörnur stöðva sig að þessu sinni. Öruggur sigur með fullu húsi varð niðurstaðan. Helsta vonarstjarnan, Kristófer Orri Guðmundsson, einn af þremur stigalausum í mótinu, náði síðan öðru sætinu og tapaði bara einni skák og var óheppinn þar. Hann á því frammistöðustigaverðlaunin vís; úttekt hjá Skákbúðinni, ásamt auðvitað sigurvegaranum.

Öll úrslit og stöðu mótsins má annars nálgast hér á chess-results.

Næsta Þriðjudagsmót verður 8. febrúar, klukkan 19:30 stundvíslega í félagsheimili TR, Faxafeni 12.